Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.08.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________VlÐSKIPTi__________________________ SÍF-samstæðan með 51 milljónar króna hagnað fyrstu 6 mánuði ársins Hátt hráefnisverð meginskýring versnandi afkomu HAGNAÐUR Sölumiðstöðvar ís- lenskra fískframleiðenda hf. nam 51 milljón króna fyrstu sex mánuði ársins borið saman við 441 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 48 milljónum króna borið saman við 181 milljónar króna hagnað á fyrstu sex mánuðum síð- asta árs. Eigið fé félagsins jókst úr 2.487 milljónum króna í 2.922 milljónir króna eða um 435 millj- ónir króna. Meginskýring þessar- ar aukningar er samruni við ís- landssíld hf. í byrjun ársins, ásamt hagnaði tímabilsins janúar til júní 1999. Mesl tap af starfsemi i Noregi f fréttatilkynningu kemur fram að rekstrarumhverfi SÍF-sam- stæðunnar hefur verið misjafnt eftir því hvar starfsemi hennar er staðsett. Þannig hefur starfsemi samstæðunnar í Noregi gengið verr en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Meginskýringin á því ástandi er að saman hefur farið hátt hráefnis- verð allt árið, ásamt því að afurða- verð á norskum saltfiski tók að lækka seinnihluta uppgjörstíma- bilsins, þ.e. í maí og júní sl. Einnig hefur samsetning hráefnis til vinnslu verið félaginu óhagstæð. Þessir þættir hafa valdið því að verðmæti birgða af fullunnum af- urðum hefur verið lækkað hjá dótturfélögum í Noregi. Uppistað- an í tapi dótturfélaga, 95 milljónir króna, er aðallega vegna starfsem- innar í Noregi. Þessi þróun hefur einnig að hluta til átt sér stað á ufsamörkuð- um vestanhafs, þannig að við end- urskoðun dótturfélags SIF í Kanada voru birgðir færðar niður í svokallað dagverð. Hér er ekki um endanlega niðurfærslu að ræða, heldur varúð til þess að mæta hugsanlegri lækkun á markaðn- um,“ að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Starfsemi móðurfélagsins, sem á þessu rekstrartímabili er gert upp með rekstri Íslandssíldar, er að skila betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarhagnaður án hlutdeildar dótturfélaga er 143 milljónir ki-óna borið saman við 70 milljónir árið áður. Afkomuáætlun ársins óbreytt Rekstraráætlanir fyrir árið 1999 gerðu ráð fyrir um 306 milljóna króna hagnaði. í rekstraráætlun- inni var gert ráð fyrir að rekstrar- hagnaður samstæðunnar í lok júní yrði um 100 milljónir króna, sem er 49 milljónum króna meira en rekstrarhagnaður tímabilsins reyndist vera. Stjórn og stjórn- endur SIF-samstæðunnar telja ekki ástæðu til þess að breyta frá fyrri rekstraráætlun ársins þrátt fyrir lakari rekstrarhagnað á fyrri helmingi ársins. Gert var ráð fyrir í sjóðstreymisáætlunum að veltufé frá rekstri yrði um 177 milljónir króna en veltufé frá rekstri reynd- ist vera 189 milljónir fyrir umrætt tímabil. Allt of lítið um afkomuviðvaranir Marinó Freyr Sigurjónsson, verðbréfamiðlari hjá Búnaðar- bankanum - verðbréfum, segir af- komu SIF ekki vera eins góða og menn hafi vonast til í upphafi og ekki í samræmi við áætlanir fé- lagsins fyrr á árinu. Aftur á móti hafi félagið birt afkomuviðvörun um að afkoman yrði ekki í sam- ræmi við áætlanir. „Niðurstaðan er hins vegar ekki alslæm. Veltu- fé frá rekstri er 189 milljónir, sem er meira en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Það er einnig mjög jákvætt að stjórnendur fé- lagsins telja ekki þörf á að endur- Árshlutauppgjör 1999 Samstæða Rekstraryfirlit 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Miiijónir króna 9.573 8.206 17% Rekstrargjöld 9.416 7.909 19% Haanaður fvrir fiármaansliði 157 297 -47% Fjármagnsliðir (néttó) -88 -75 17% Reiknaður tekju- og eignarskattur -20 -42 -52% Hagnaður af reqluleqrí starfsemi 48 181 -73% Aðrar tekjur og gjöld 0 257 Áhrif dóttur- og hlutdeildarfél. 3 2 50% Hagnaður tímabilsins 51 441 -88% Efnahagsyfirlit 30. júní 1999 1998 Breyting 1 Eignir:\ Veltufjármunir Milljónir króna 7.548 5.657 33% Fastafjármunir 3.726 3.370 11% Eignir alls 11.274 9.027 25% 1 Skuldlr oa eiaiO fé: 1 Skammtímaskuldir 7.436 5.351 39% Langtímaskuldir 916 1.189 -23% Eigið fé 2.922 2.487 17% Skuldir og eigið fé samtals 11.274 9.027 25% Aðrar lykiltölur 1999 1998 Eiginfjárhlutfall 26% 27% Veltuf járh iutfa II 1,02 1,19 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 189 319 -41% meta rekstraráætlun ársins. Móð- urfélagið skilar góðum árangri en dótturfélög í Noregi skila tapi. SIF kaupir þær afurðir sem félag- ið síðan selur og fylgir því aukin áhætta. Þróun hráefnis- og af- urðaverðs hefur verið félaginu óhagstæð en ef sú þróun snýst við, má búast við mun betri af- komu á seinni hluta ársins. Þar sem félagið var þegar búið að senda frá sér afkomuviðvörun þarf uppgjörið ekki að koma á óvart. Nokkuð sem önnur félög mættu taka sér til fyrirmyndar. Félög skráð á Verðbréfaþingi ís- lands gera allt of lítið af því að senda frá sér viðvaranir um frávik frá áætlunum," segir Marinó Freyr. I ' Afkoma Islenskra sjávarafurða batnar um 250 milljónir frá í fyrra Góður rekstur í Bandaríkjunum meginástæða betri afkomu HAGNAÐUR íslenskra sjávaraf- urða hf. og dótturfélaga nam 38,6 milljónum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins miðað við 209 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í árshlutaupp- gjöri sem félagið sendi frá sér í gær. Finnbogi Jónsson, forstjóri IS, segir bætta afkomu að mestu leyti góðum rekstri dótturfélagsins Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum að þakka. Benedikt Sveinsson, fyrrverandi forstjóri IS, fluttist vestur um haf um áramótin og tók við yfirstjóm verksmiðjunn- ar í Bandaríkjunum. Gert ráð fyrir auknum hagn- aði á síðari hluta ársins „Við erum sátt við þessa niður- stöðu miðað við stöðu mála í fyrra en við erum engan veginn sátt við þessa afkomu sem slíka,“ segir Finnbogi. „Við viljum sjá rekstur- inn skila meiru og unnið verður að því á næstu misserum. í Bandarílg- unum hafa orðið umskipti í rekstr- inum en tap félagsins þar af reglu- legri starfsemi fór úr um 300 millj- ónum í fyrra í 20 milljóna tap nú. Eg vil þakka það góðri stjóm, en nýr forstjóri var ráðinn, sem og nýr verksmiðjustjóri. Um 95% af tapi IS-samstæðunnar í fyrra voru vegna taps í Bandaríkjunum. Þessi breyting sem þar hefur orðið er því stærsta skýringin á því að afkoman batnar í heild,“ segir Finnbogi. Hann nefnir til viðbótar betri af- komu verksmiðju ÍS í Frakklandi, Gelmer-Iceland Seafood, og hagnað af söluskrifstofu ÍS í Japan en þar varð umtalsvert tap á síðasta ári. „Við gemm ráð fyrir ívið meiri hagnaði af reglulegri starfsemi á síðari hluta ársins en þeim fyrri og væntum þess að dótturfélögin í Frakklandi og Bandaríkjunum skili hagnaði á síðari hluta ársins. Aðrar rekstrareiningar samstæðunnar, fyrir utan dótturfélagið í Þýska- landi, vora reknar með hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Við sjá- um fram á betri tíma en sala eigna skilar sér í lægri vaxtakostnaði til lengri tíma og nettóskuldir lækka," segir Finnbogi. Umtalsverðar eignir hafa verið seldar á árinu, að sögn Finnboga. í júní var gengið frá sölu vöruhúss og Þróunarseturs fyrir samtals 305 milljónir króna. Hagnaður af sölu á húsnæði ÍS við Sigtún kemur inn í rekstrartölur fyrir síðari hluta árs- ins og sama má segja um söluhagn- að af gamalli verksmiðju ISC í Pennsylvaníu. Einnig hefur verið gengið frá sölu á umbúðalager og rekstrarvöralager félagsins. Alls nemur söluhagnaður þessara eigna einum milljarði króna. Eykur trú fjárfesta Rósant Már Torfason, sérfræðing- ur hjá Islandsbanka F&M segir að milliuppgjörið ætti að gefa íjárfest- um aukna trú á fyrirtækið. „Þessi umskipti sýna að þær aðgerðir sem íslenskar sjávarafurðir hf. Milliuppgjör 1999 Samstæða Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur Miiijónir kmna 1999 1998 Breyíing Rekstrartekjur Rekstraraiöld 14.949 14.610 13.416 13.450 11% 9% Hagnaður fyrir afskriftir Afskriftir Fjármunatekjur (gjöld) Reiknaður tekiuskattur 339 (135) (147) (10) (34) (136) (157) 9 -1% -6% Hagnaður (tap) af reglul. starfsemi Aðrar tekjur oq qjöld 47 (8) (317) 108 Hagnaður (tap) tímabilsins 39 (209) Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '99 31/12 '98 Breyting | Eignir: | Fastafjármunir 3.350 3.527 -5% Veltufjármunir 7.178 7.908 ■9% Eignir alls 10.528 11.435 -8% I Skuidir oa eiaið fé: I Eigið fé 937 938 Hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfél. 44 43 2% Skuldbindingar 200 188 6% Langtímaskuldir 2.091 2.157 -3% Skammtímaskuldir 7.255 8.110 ■11% Skuldir og eigið fé alls 10.528 11.435 ■8% Aðrar lykiltölur 1999 1998 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 20 (154) gripið var til á síðari hluta síðasta árs bera árangur. Margir fjárfestar höfðu misst trúna á fyrirtækið eftir nokkur vonbrigði með rekstur þess sl. tvö ár. Það veldur áhyggjum að á meðan mildl umskipti era á erlendu starfseminni, er hagnaður móðurfé- lagsins að minnka. IS virðast vera á réttri leið en eiga nokkuð í land með að ná arðsemismarkmiðum um að skila 80 milljónum frá Bandaríkjun- um og 100 milljónum frá Frakklandi heim á hverju ári. Til þess að ná þeim markmiðum verða ÍS að bæta nýtingu verksmiðjanna með því að leita samstarfsaðila. Fyrsta skrefið hefur þegar verið stigið í þá átt með því að kanna hag- kvæmni þess með Norway Seafood ASA að taka upp samstarf um verk- smiðjurekstur félaganna á fullunn- um sjávarafurðum í Evrópu. Von- andi eigum við eftir að sjá eitthvað svipað gerast í Bandaríkjunum, en verksmiðjan þar hefur verið með um 50% nýtingu. Með fækkun starfsmanna og í kjölfar hagræðing- ar hafa þó aíköst á hvem starfs- mann tvöfaldast og er það skref í rétta átt. Framkvæmdastjóri IS hefur reyndar ekki útilokað að verk- smiðjan í Bandaríkjunum verði seld ef viðunandi tilboð berst, en ÍS ætla sér að finna leið til að gera verk- smiðjuna að arðbærri rekstrarein- ingu. Ef markmið ÍS um arðsemi af erlendum fjárfestingum gengur upp með sameiningum eða samstarfi og móðurfélagið nær að halda sjó ætti t i- ! wmmmm 1 ...i»—wi ...............—■»- - —.......—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.