Morgunblaðið - 31.08.1999, Síða 22

Morgunblaðið - 31.08.1999, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ___________________________VlÐSKIPTi__________________________ SÍF-samstæðan með 51 milljónar króna hagnað fyrstu 6 mánuði ársins Hátt hráefnisverð meginskýring versnandi afkomu HAGNAÐUR Sölumiðstöðvar ís- lenskra fískframleiðenda hf. nam 51 milljón króna fyrstu sex mánuði ársins borið saman við 441 milljón króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 48 milljónum króna borið saman við 181 milljónar króna hagnað á fyrstu sex mánuðum síð- asta árs. Eigið fé félagsins jókst úr 2.487 milljónum króna í 2.922 milljónir króna eða um 435 millj- ónir króna. Meginskýring þessar- ar aukningar er samruni við ís- landssíld hf. í byrjun ársins, ásamt hagnaði tímabilsins janúar til júní 1999. Mesl tap af starfsemi i Noregi f fréttatilkynningu kemur fram að rekstrarumhverfi SÍF-sam- stæðunnar hefur verið misjafnt eftir því hvar starfsemi hennar er staðsett. Þannig hefur starfsemi samstæðunnar í Noregi gengið verr en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Meginskýringin á því ástandi er að saman hefur farið hátt hráefnis- verð allt árið, ásamt því að afurða- verð á norskum saltfiski tók að lækka seinnihluta uppgjörstíma- bilsins, þ.e. í maí og júní sl. Einnig hefur samsetning hráefnis til vinnslu verið félaginu óhagstæð. Þessir þættir hafa valdið því að verðmæti birgða af fullunnum af- urðum hefur verið lækkað hjá dótturfélögum í Noregi. Uppistað- an í tapi dótturfélaga, 95 milljónir króna, er aðallega vegna starfsem- innar í Noregi. Þessi þróun hefur einnig að hluta til átt sér stað á ufsamörkuð- um vestanhafs, þannig að við end- urskoðun dótturfélags SIF í Kanada voru birgðir færðar niður í svokallað dagverð. Hér er ekki um endanlega niðurfærslu að ræða, heldur varúð til þess að mæta hugsanlegri lækkun á markaðn- um,“ að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Starfsemi móðurfélagsins, sem á þessu rekstrartímabili er gert upp með rekstri Íslandssíldar, er að skila betri afkomu en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarhagnaður án hlutdeildar dótturfélaga er 143 milljónir ki-óna borið saman við 70 milljónir árið áður. Afkomuáætlun ársins óbreytt Rekstraráætlanir fyrir árið 1999 gerðu ráð fyrir um 306 milljóna króna hagnaði. í rekstraráætlun- inni var gert ráð fyrir að rekstrar- hagnaður samstæðunnar í lok júní yrði um 100 milljónir króna, sem er 49 milljónum króna meira en rekstrarhagnaður tímabilsins reyndist vera. Stjórn og stjórn- endur SIF-samstæðunnar telja ekki ástæðu til þess að breyta frá fyrri rekstraráætlun ársins þrátt fyrir lakari rekstrarhagnað á fyrri helmingi ársins. Gert var ráð fyrir í sjóðstreymisáætlunum að veltufé frá rekstri yrði um 177 milljónir króna en veltufé frá rekstri reynd- ist vera 189 milljónir fyrir umrætt tímabil. Allt of lítið um afkomuviðvaranir Marinó Freyr Sigurjónsson, verðbréfamiðlari hjá Búnaðar- bankanum - verðbréfum, segir af- komu SIF ekki vera eins góða og menn hafi vonast til í upphafi og ekki í samræmi við áætlanir fé- lagsins fyrr á árinu. Aftur á móti hafi félagið birt afkomuviðvörun um að afkoman yrði ekki í sam- ræmi við áætlanir. „Niðurstaðan er hins vegar ekki alslæm. Veltu- fé frá rekstri er 189 milljónir, sem er meira en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir. Það er einnig mjög jákvætt að stjórnendur fé- lagsins telja ekki þörf á að endur- Árshlutauppgjör 1999 Samstæða Rekstraryfirlit 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Miiijónir króna 9.573 8.206 17% Rekstrargjöld 9.416 7.909 19% Haanaður fvrir fiármaansliði 157 297 -47% Fjármagnsliðir (néttó) -88 -75 17% Reiknaður tekju- og eignarskattur -20 -42 -52% Hagnaður af reqluleqrí starfsemi 48 181 -73% Aðrar tekjur og gjöld 0 257 Áhrif dóttur- og hlutdeildarfél. 3 2 50% Hagnaður tímabilsins 51 441 -88% Efnahagsyfirlit 30. júní 1999 1998 Breyting 1 Eignir:\ Veltufjármunir Milljónir króna 7.548 5.657 33% Fastafjármunir 3.726 3.370 11% Eignir alls 11.274 9.027 25% 1 Skuldlr oa eiaiO fé: 1 Skammtímaskuldir 7.436 5.351 39% Langtímaskuldir 916 1.189 -23% Eigið fé 2.922 2.487 17% Skuldir og eigið fé samtals 11.274 9.027 25% Aðrar lykiltölur 1999 1998 Eiginfjárhlutfall 26% 27% Veltuf járh iutfa II 1,02 1,19 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 189 319 -41% meta rekstraráætlun ársins. Móð- urfélagið skilar góðum árangri en dótturfélög í Noregi skila tapi. SIF kaupir þær afurðir sem félag- ið síðan selur og fylgir því aukin áhætta. Þróun hráefnis- og af- urðaverðs hefur verið félaginu óhagstæð en ef sú þróun snýst við, má búast við mun betri af- komu á seinni hluta ársins. Þar sem félagið var þegar búið að senda frá sér afkomuviðvörun þarf uppgjörið ekki að koma á óvart. Nokkuð sem önnur félög mættu taka sér til fyrirmyndar. Félög skráð á Verðbréfaþingi ís- lands gera allt of lítið af því að senda frá sér viðvaranir um frávik frá áætlunum," segir Marinó Freyr. I ' Afkoma Islenskra sjávarafurða batnar um 250 milljónir frá í fyrra Góður rekstur í Bandaríkjunum meginástæða betri afkomu HAGNAÐUR íslenskra sjávaraf- urða hf. og dótturfélaga nam 38,6 milljónum króna á fyrstu sex mán- uðum ársins miðað við 209 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í árshlutaupp- gjöri sem félagið sendi frá sér í gær. Finnbogi Jónsson, forstjóri IS, segir bætta afkomu að mestu leyti góðum rekstri dótturfélagsins Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum að þakka. Benedikt Sveinsson, fyrrverandi forstjóri IS, fluttist vestur um haf um áramótin og tók við yfirstjóm verksmiðjunn- ar í Bandaríkjunum. Gert ráð fyrir auknum hagn- aði á síðari hluta ársins „Við erum sátt við þessa niður- stöðu miðað við stöðu mála í fyrra en við erum engan veginn sátt við þessa afkomu sem slíka,“ segir Finnbogi. „Við viljum sjá rekstur- inn skila meiru og unnið verður að því á næstu misserum. í Bandarílg- unum hafa orðið umskipti í rekstr- inum en tap félagsins þar af reglu- legri starfsemi fór úr um 300 millj- ónum í fyrra í 20 milljóna tap nú. Eg vil þakka það góðri stjóm, en nýr forstjóri var ráðinn, sem og nýr verksmiðjustjóri. Um 95% af tapi IS-samstæðunnar í fyrra voru vegna taps í Bandaríkjunum. Þessi breyting sem þar hefur orðið er því stærsta skýringin á því að afkoman batnar í heild,“ segir Finnbogi. Hann nefnir til viðbótar betri af- komu verksmiðju ÍS í Frakklandi, Gelmer-Iceland Seafood, og hagnað af söluskrifstofu ÍS í Japan en þar varð umtalsvert tap á síðasta ári. „Við gemm ráð fyrir ívið meiri hagnaði af reglulegri starfsemi á síðari hluta ársins en þeim fyrri og væntum þess að dótturfélögin í Frakklandi og Bandaríkjunum skili hagnaði á síðari hluta ársins. Aðrar rekstrareiningar samstæðunnar, fyrir utan dótturfélagið í Þýska- landi, vora reknar með hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Við sjá- um fram á betri tíma en sala eigna skilar sér í lægri vaxtakostnaði til lengri tíma og nettóskuldir lækka," segir Finnbogi. Umtalsverðar eignir hafa verið seldar á árinu, að sögn Finnboga. í júní var gengið frá sölu vöruhúss og Þróunarseturs fyrir samtals 305 milljónir króna. Hagnaður af sölu á húsnæði ÍS við Sigtún kemur inn í rekstrartölur fyrir síðari hluta árs- ins og sama má segja um söluhagn- að af gamalli verksmiðju ISC í Pennsylvaníu. Einnig hefur verið gengið frá sölu á umbúðalager og rekstrarvöralager félagsins. Alls nemur söluhagnaður þessara eigna einum milljarði króna. Eykur trú fjárfesta Rósant Már Torfason, sérfræðing- ur hjá Islandsbanka F&M segir að milliuppgjörið ætti að gefa íjárfest- um aukna trú á fyrirtækið. „Þessi umskipti sýna að þær aðgerðir sem íslenskar sjávarafurðir hf. Milliuppgjör 1999 Samstæða Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur Miiijónir kmna 1999 1998 Breyíing Rekstrartekjur Rekstraraiöld 14.949 14.610 13.416 13.450 11% 9% Hagnaður fyrir afskriftir Afskriftir Fjármunatekjur (gjöld) Reiknaður tekiuskattur 339 (135) (147) (10) (34) (136) (157) 9 -1% -6% Hagnaður (tap) af reglul. starfsemi Aðrar tekjur oq qjöld 47 (8) (317) 108 Hagnaður (tap) tímabilsins 39 (209) Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '99 31/12 '98 Breyting | Eignir: | Fastafjármunir 3.350 3.527 -5% Veltufjármunir 7.178 7.908 ■9% Eignir alls 10.528 11.435 -8% I Skuidir oa eiaið fé: I Eigið fé 937 938 Hlutdeild minnihluta í eigin fé dótturfél. 44 43 2% Skuldbindingar 200 188 6% Langtímaskuldir 2.091 2.157 -3% Skammtímaskuldir 7.255 8.110 ■11% Skuldir og eigið fé alls 10.528 11.435 ■8% Aðrar lykiltölur 1999 1998 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 20 (154) gripið var til á síðari hluta síðasta árs bera árangur. Margir fjárfestar höfðu misst trúna á fyrirtækið eftir nokkur vonbrigði með rekstur þess sl. tvö ár. Það veldur áhyggjum að á meðan mildl umskipti era á erlendu starfseminni, er hagnaður móðurfé- lagsins að minnka. IS virðast vera á réttri leið en eiga nokkuð í land með að ná arðsemismarkmiðum um að skila 80 milljónum frá Bandaríkjun- um og 100 milljónum frá Frakklandi heim á hverju ári. Til þess að ná þeim markmiðum verða ÍS að bæta nýtingu verksmiðjanna með því að leita samstarfsaðila. Fyrsta skrefið hefur þegar verið stigið í þá átt með því að kanna hag- kvæmni þess með Norway Seafood ASA að taka upp samstarf um verk- smiðjurekstur félaganna á fullunn- um sjávarafurðum í Evrópu. Von- andi eigum við eftir að sjá eitthvað svipað gerast í Bandaríkjunum, en verksmiðjan þar hefur verið með um 50% nýtingu. Með fækkun starfsmanna og í kjölfar hagræðing- ar hafa þó aíköst á hvem starfs- mann tvöfaldast og er það skref í rétta átt. Framkvæmdastjóri IS hefur reyndar ekki útilokað að verk- smiðjan í Bandaríkjunum verði seld ef viðunandi tilboð berst, en ÍS ætla sér að finna leið til að gera verk- smiðjuna að arðbærri rekstrarein- ingu. Ef markmið ÍS um arðsemi af erlendum fjárfestingum gengur upp með sameiningum eða samstarfi og móðurfélagið nær að halda sjó ætti t i- ! wmmmm 1 ...i»—wi ...............—■»- - —.......—

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.