Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 37

Skírnir - 01.04.1909, Page 37
Ur ferðasögu. 133 stendur smábærinn Riva (bakki), en þangað var förinni heitið það kvöld. Orð hafði verið gert á því, hvað gott væri að koma á Vatnsendagesthúsið (Hotel du Lac), enda var þar set- inn bekkurinn. Þar voru ilflatir, hvikeygir Gyðingar, ameríkskur herforingi og eitthvað fleira þaðan úr heimi, auðugar og fáránlega ófríðar enskar fornmeyjar. Og svo ýmsar þýzkar og austurríkskar útgáfur af Adam og Evu, eftir syndafallið, en áður en þau voru rekin burt úr garð- inum sæla. Stór og fjölskrúðugur garður var við gesthúsið, með alvarlegum, dökklaufguðum miðhafslandatrjám og bros- andi blómjurtum. Garðurinn var svo fagur í morgun- skininu daginn eftir, er fuglarnir kvökuðu og ferfætlurnar skutust yflr gangana, að mér kom í hug, hvort ekki mundi einhverjum af þessum þýzku brúðhjónum meðal samferðamannanna þykja sem þau væru í aldingarðin- um í Eden. Hafði margt þess háttar fólk, sem ætl- aði sér að njóta þess sem á ensku er nefnt hunangs- manuður, í landinu þars gul sítrónan grær, verið með í lestinni. Sum voru þessi brúðhjón svo þreytuleg, að þau hafa víst ekki gefið mikinn gaum hinni ytri náttúru, en önnur voru aftur sælleg og skemtileg að sjá, einkum ein, sem voru í sama vagnklefa og eg; höfðu þau haft klefann fyrir sig ein og gáfu mér ilt auga þegar eg kom inn, en blíðkuðust brátt er þau sáu að eg var vin- veittur og óforvitinn og horfði alt af út um gluggann. Eg hefl aldrei séð gleðina skína eins af svip nokkurs manns eins og þessara ungu hjóna, ástarsælan beinlínis fegr- aði þessi fremur hversdagslegu andlit; það var auðséð, að þau voru að lifa sitt fegursta, að sú ást, sem, ef trúa má enska orðinu, er sæt eins og liunang, blómgaðist í brjóstum þeirra. VI. Gardavatn. Riva er í Austurríki, því að landamæri þessa ríkis og Italíu liggja yfir norðurendann á Gardavatni. En

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.