Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Síða 39

Skírnir - 01.04.1909, Síða 39
Ur ferðasögu. 135 að þá er, þegar vötnunum sleppir, ekki að finna fyr en allmiklu sunnar, og er Sikiley mesta appelsínuland Ítalíu; þroskast þær frá janúar og þangað til í apríl, og lengur ef rétt er með farið, og mun varla vera til'jafn arðsam- ur jarðargróði. Snjór sást í fjöllum, hátt uppi yfir þessum suðræna gróðri, og var undarlegt að sjá þarna svona skamt öfg- anna í milli. En þó var annað undarlegra. Við suður- endann á þessu rriíkla vatni eru stórir jökulgarðar, allir uppgrónir nú auðvitað, og vatnsstæðið sjálft er eins og geysimikið trog, sem skriðjökullinn hefir grafið, og af skriðjökuls völdum hefir það orðið, á þann hátt sem drepið var á hér að framan, sem fjöllin að vatninu eru svona hrött og undirlendi meðfram því svona lítið. Þetta ein- kennilega landslag er með öðrum orðum vottur um stórkostlegar breytingar, sem hér hafa orðið á 1 o f t s- 1 a g i, og hafa rannsóknir Pencks bezt leitt í ljós hvernig vötn þessi hafa skapast. Undarlegt er hins vegar að hugsa til þess, að svipað loftslag og nú er þarna á Norður-Italíu hefir áður fyr, eins og jurtaleifar í fjöllum sýna, verið á íslandi; svo að Italía hefir eigi að eins líkst um þessar slóðir því sem nú er sumstaðar á íslandi, heldur hefir einnig, og þó löngu fyr, Islandi svipað til Ítalíu, sem nú er. Suður af jökulgörðunum við vatnsendann eru vellir víðir og fagrir, og er þar komin Pósléttan; er þar raunar forn jökulsandur, líkt og Skeiðarársandur nú, þar sem ultu fyrrum yfir ólgandi jökulsár. Gætum vér brætt t. a. m. Skeiðarárjökul, þá mundi sennilega koma fram stöðu- vatn þar sem jökullinn er, innan við jökulöldurnar, og lægi vatnsbotninn að öllum líkindum stórum dýpra en sandurinn fyrir utan; yrði þar nú raunar ekki lengi eyði- sandur þegar jökullinn væri horfinn. En næsta ótrúlegt virðist það sem þó má telja víst, að þarna skuli hafa verið sandauðn fyrrum, sem eim- lestin rann nú um hið fegursta land, en hitinn (nokkuru ^ftir miðjan maímánuð) framundir 30° C. í skugganum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.