Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1909, Side 72

Skírnir - 01.04.1909, Side 72
•I. Hitt og þetta um drauma. Eftir GUÐMUND FEIÐJÓN880N. Engin dulargáfa er svo almenn sem draumskygnin þvi flesta menn getur dreymt, að staðaldri, ef þeir vilja draumfarir hafa, og sjá þeir þá í svefninum ýmislega fyr- irboða ókominna atburða. Eg hefi reynslu fyrir því, að þessa gáfu má glæða eins og hverja aðra gáfu, með þvi að leggja rækt við hana. En hitt er jafn auðvelt að tor- tíma henni, eða auðveldara þó, því að það er ávalt auð- veldara að eyðileggja hvað sem er heldur en þróa — þeim mun auðveldara, sem léttara er að renna sér niður brekku, heldur en staulast hana upp. Ráðið til að glæða draumskygnina er það, að leggja hugann eftir draumun- um á allar lundir: tala um þá og trúa þeim og gera hug- ann næman fyrir þeim á þann hátt. Viljinn er máttug- ur í þessu efni eins og öðrum. Enginn maður kemst leiðar sinnar í nokkuri grein, nema því að eins, að hann vilji komast áfram og trúi þvi, að það takist. Jafnvel trúin sjálf, guðstrúin, er á valdi viljans. Sá sem vill trúa getur trúað, en sá sem vill ekki trúa, hann getur ekki. — Þvílíkt er manninum háttað gagnvart draumunum. Sá sem ekkert mark tekur á draumum sínum og vill ekki einu sinni rii'ja þá upp fyrir sér, hann verður ónæmur fyrir áhrifum draumanna, og hann man ekki einu sinni, hvað hann dreymir.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.