Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1910, Síða 7

Skírnir - 01.04.1910, Síða 7
Björnstjerne Björnson. 103 tvínefnt er í heiti hans, stígur hann fram í endurminning- unni, höfuðmikill, einbeittur á svip og fráneygurc. Svo kveður Georg Brandes að orði. En heiti hans felur annað og meira í sér en þetta. Hann er einnig kendur til »stjörnunnar«, og að maklegleikum, því hann beitir jafn- an styrk sínum í þjónustu háleitra hugsjóna. Þetta kyn- lega nafn, sem ærið mundi athlægisefni, ef óvalinn mað- ur bæri, ber h a n n með rentu, því að það er eins og sýni- legt tákn af eðli hans. Honum hlær hugur við hættum og afiraunum, og þótti eigi smámennum hent að leggja sig undir hramma hans, en hjartað leitar jafnan upp á við, hærra og hærra. Styrkurinn einn sér þykir ærinn kostur, en styrkurinn í þjónustu himinborinna hugsjóna er töfraafl, sem alt verður að lúta. Það var segulaflið, sem dró þúsundir manna að fótskör hans. Hann full- nægði í bókstaflegasta skilningi kröfu Emersons, spekings- ins nafntogaða, er hrópaði í sífellu til landa sinna: »B e i 11 u s t j ö r n u fyrir vagninn þinn!« Björnstjerne Björnson var prestssonur, en átti kyn sitt að rekja til bændalýðsins. Var ættfaðir hans Björn Lomsdalen, er uppi var um aldamótin 1700. Lengra verður eigi rakið með vissu. Faðir hans var prestur í Kvikne, og þar fæddist Björnson, en 6 árum síðar fluttist hann með foreldrum sínum í annað brauð, Nes í Raums- dal. Það er nafntogað fyrir náttúrufegurð og varð honum ógleymanlegt æ síðan, enda hafðist hann mest við úti í skógum og hlíðum og kleif fjöll og kletta. Starði hann oft í æsku frá sér numinn á náttúrufegurðina umhverfis sig og varð svo gagntekinn af henni og af einhverjum sterkum en óljósum tilfmningum, að hann fekk eigi tára bundist. 10 ára gamall var hann sendur í latínuskóla í Molde, en litlum framförum þótti hann taka, enda var hann óvanar kyrsetunni og kunni illa skólaaganum. Námsgreinarnar lét hann sitja á hakanum, en las af kappi skáldsögur og æfintýri, en þó einkum fornsögurnar, og ber ritstíll hans þess ljósar menjar. Þótti sýnt, að tregt mundi sækjast námið í skólanum, og var það til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.