Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1910, Blaðsíða 92

Skírnir - 01.04.1910, Blaðsíða 92
188 Frá útlöndum. litlu áður, en kendi veikinda, hélt heim og andaðist eftir nokkra daga. Við konungdóminum tók þá elsti sonur hans og nefnist hann Georg V. Hann er hálffimtugur, fæddur 3. júní 1865. Játvarður konungur var fæddur 9. nóv. 1841. Hann var á 60. ári, er hann kom til ríkis, og sat að völdum að eins rúm 9 ár. Hann kom til ríkis eftir móður sína, Victoríu drotningu, er dó 22. jan. 1901, en kryning hans dróst vegna veikinda til sumarsins 1902. Faðir Játvarðar konungs og maður Victoríu drotningar var Albert prinz af Sachsen-Koburg-Gotha. Hann andaðist 1861. Ját- varður kvæntist 10. marz 1863 Alexöndru prinsessu frá Danmörku elstu dóttur Kristjáns konungs IX. og systur núríkjandi konungs okkar, Friðriks VIII. Hún var rúmum þrem árum yngri en Ját- varður konungur, og lifir hann, fædd 1. des. 1844. Elsti sonur þeirra, Albert Victor, sá er konungdóminn átti að erfa að föður sínum látnum, andaðist 28 ára gamall 14. jan. 1892. Næstur að aldri var George Frederick Ernest Albert, sá er nú er orðinn kon- ungur undir nafninu Georg V. Þrjár dætur þeirra Játvarðar kon- ungs og Alexöndru drotningar eru á lífi. Sú elsta, Louise, er gift hertoganum af Fife; önnur, Victoria, er ógift. En sú yngsta, Maud, er gift Hákoni VII. Noregskonungi. Sjötta barnið var sonur, er dó á öðru dægri eftir fæðinguna. Játvarður konungur hefir getið sér gott et'tirmæli. Hann var vinsæll þjóðhöfðingi og vel metinn þau fáu ár, sem hann var kon- ungur Bretaveldis. Enda var hann orðinn vel reyndur, þegar hann kom til ríkis. A efri árum Victoríu drotningar, móður sinn- ar, kom hann oft fram í hennar stað við yms tækifæri; var því alþektur og oft umtalaður áður en hann tók sjálfur við fyrir fult og alt. A yngri arum hafði hann verið íþróttamaður og gleðimaður, og hið síðara jafnvel meira en góðu hófi þótti gegna. En hann var gáfaður og hafði fengið hið bezta uppeldi; var við nám í fræg- ustu háskólum Englands, í Edinborg, Cambridge og Oxford. Það er sagt, að faðir hans hafi einkum gert sér mjög mikið far um að vanda uppeldi hans. Síðan ferðaðist Játvarður víða um heim, um Bandaríkin og Canada 1860, síðan um Grikklaud, Egyftaland og Palestínu, og til Indlands 1875. Eftir að hann kvæntist, dvöldu þau hjónin oft í Danmörku tíma og tírna. A Englandi hefir heill kafli í sögu ensku þjóðarinnar hlotið nafnið »Victoríu-tímabilið«, og er kent við Victoríu drotningu. Hún fór með konungsvaldið í Englandi f nær 64 ár. Fyrirmynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.