Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 8

Skírnir - 01.04.1910, Side 8
104 Björnstjerne Björnson. bragðs tekið að senda hann til Kristjaníu og selja í hend- ur »Heltberg gamla«, er svo var nefndur, en hann þótti manna lagnastur á fræðslu, þeirra er þá voru uppi. Voru þar saman komnir margir letingjar og vandræðamenn, er aðrir fengu ei um tætt, og á meðal þeirra voru um þær mundir þeir Ibsen og Vinje. Þar lauk Björnson stúdents- prófi sínu með litlu lofi árið 1852. Að afloknu prófi fór hann heim til föður síns og dvaldist hjá honum árlangt. Hélt síðan aftur til Krist- janíu, en eigi lagði hann stund á háskólanám, af hverjum ástæðum er óvíst. Líklegast er, að hann hafi hvorki haft eirð í sér né löngun til að leggja stund á sérstaka náms- grein. Hugur hans var ekki við eina fjölina feldur, og ný og sterk öfl tóku smám saman að hreyfa sér hjá hon- um, því hann var óvenju þroskaður eftir aldri. Þótti hann tilkomumestur allra jafnaldra sinna og gerðist brátt foringi þeirra, enda var höfðingjabragur á honum í öllum greinum. Það stafaði af honum líf og fjör og einhver óumræðilegur andans máttur, sem alla töfraði. Það sóp- ar að honum framar öllum öðrum. Á málfundum stúdenta hrífur hann alla með mælsku sinni og er hrókur alls fagnaðar, í blöðin ritar hann um listir og skáldskap með fjöri og dómgreind, og hann fylkir stúdentum með sér í leikhúsið til að hrópa niður danska leikendur og heimta norska þjóðlega leiklist. Alstaðar er liann fremstur í flokki, foringi og leiðtogi, fullur af brennandi áhuga og fjöri, sívakandi, síkvikandi og sístarfandi. Hann hefir sjálf- ur einkent sig, eðli sitt og starf, allra manna bezt í vísu þeirri, er hann orti um aprílmánuð, uppáhaldsmánuð sinn, vormánuðinn: Jeg vælger mig april! i den det gamle falder, i den det ny far fæste; det volder lidt ralialder, — dog fred er ej det bedste, men at man noget yiL

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.