Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1910, Síða 11

Skírnir - 01.04.1910, Síða 11
Björnstjerne Björnson. 107 spesíur —, en hafði eigi eirð í sér til að bíða úrslitanna, heldur lagði af stað til Kaupmannahafnar með létta pyngju. Eftir talsverða bið og bollaleggingar fekk hann 500 spesíur og hélt nú suður á bóginn til fyrirheitna landsins, Italíu. Varð sú dvöl honum næsta happadrjúg, því hann lærði margt og þroskaðist stórum. Fann hann ljóst til þess sjálfur, og förin var honum ómetanlegur ávinningur i andlegum skilningi, enda sótti hann um við- bótarstyrk til vísindafélagsins í Þrándheimi, er fé hans var á þrotum, með þessum ummælum: »Mér íinst á stundum eins og jörðin brenni undir fótum mér, eg þarf svo margt að læra, en efnin eru svo lítil og tíminn svo naumur.------Eg finn það með sjálfum mér, að öll fram- tíð mín veltur á því, að eigi verði stöðvun á þroskanum*. Eekk hann 300 spesíur frá félaginu og nokkurn styrk frá kunningjum sínum og hollvinum. Alls dvaldi hann 3 ár erlendis, enda þurfti hann mörgu að kynnast og margt að læra. Hann ritaði og af kappi og sendi heim nokkur leikrit, er allmikils þótti um vert, t. d. »Sigurd Slembe«, »Maria Stuart« o. fl. Þótti öllum sýnt, að hann var á bráðu þroskaskeíði frá listarinnar sjónarmiði. Sjóndeildar- hringur hans víkkar, yrkisefnið verður sífelt dýpra og umfangsmeira, formið fastara. Kom hann aftur heim úr utanför sinni árið 1863 og hlaut nú fyrstur manna skálda- styrk í Noregi, 400 spesíur á ári hverju. Næstu 10 árin dvaldi hann í Kristjaníu og hafði margt með höndum. Komst hann meðal annars í stjórn leikhússins og þótti skörungur í því sem fleiru, en hvarf frá því aftur af því að hann þóttist eigi fá nógu miklu ráðið. Þá fekst hann og við blaðamensku og stóð þar að jafnaði fremstur í fylkingu í öllum deilumálum. Greiddi hann harðar atlögur að mótstöðumönnum sínum og fekk sjálfur margt svöðusárið, enda gætti hann þess lítt að hlífa sér. 1872—73 fór hann víðsvegar um Noreg til að halda fyrirlestra. Yar það tilgangur hans að safna sér fé til nýrrar utanfarar, og tókst honum það allvel, því eigi SRorti aðsókn, enda var hann hverjum manni mál-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.