Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 14

Skírnir - 01.04.1910, Page 14
110 Björnstjerne Björnson. Málefnið ber eigi persónurnar ofurliði. Þær lifa og hrær- ast í eðlilegu samræmi. Eit hans eru skáldrit i orðsins beztu merkingu, mörkuð með innsigli snildarinnar, klædd í töfraskrúða listarinnar. Björnstjerne Björnson var að eðli og upplagi víking- ur og bardagamaður, en í æðsta og göfugasta skilningi. Hann barðist eigi fvrir sjálfan sig, fyrir upphefð né met- orðum, heldur jafnan í þjónustu einhverrar hugsjónar, einhvers málefnis. Og margar voru hugsjónirnar, sem hrifu hann um dagana hver eftir aðra, því lund hans var afarviðkvæm og móttækileg fyrir öllum áhrifum. Og jafnskjótt og hann varð hrifinn af einhverri hugsjón, var hann reiðubúinn að berjast fyrir henni með oddi og eggju. I það mund er hann sernur leikritið »En Hanske« verður hann svo gagntekinn af skírlífiskröfunni, að hann tekur sér ferð á hendur um öll Norðurlönd til að berjast fyrir því máli, og flutti þá víðs vegar hið alkunna erindi sitt »Engifte og mangegifte«. Svo er með hvert málið á fætur öðru. Hann er í sifeldri sannleiksleit og sann- leiksbaráttu. Hver ný og göfug hugsjón á þar vísan stuðningsmann er hami er. Hann tekst óðar á loft og gerist riddari hennar og þjónustumaður og kallari á strætum og gatnamótum. Hann er eigi smeikur við að standa öndverðlega í fáliðaðri fylkingu, ef hann þykist sjá sannleikans merki í broddi, enda hefir enginn skáld- mæringur kveðið betur um sannleikann, en hann hefir gert í þessum erindum: Foragtet af de store, men elsket af de smá, — sig, er det ikke vejen, som det nye má gá? Forrádt af dem, som vagt burde være, just af dem, — sig, er det ikke sadan, at en sandhed stár frem? Begynder som en susen i kornet sommerdag og vokser til en brusen gennem skogenes tag, — ndtil at havet bærer med tordenröst den hen, da intet, intet höres uden den, uden den. — En heldur þótti hann óstöðugur í rásinni og gjarn á nýbreytingar í skoðunum sínum. Svipaði honum í því

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.