Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1910, Síða 18

Skírnir - 01.04.1910, Síða 18
114 Björnstjerne Björnson. Múnchen. Hann mótmælti því óðar í bréíi til kunningja síns með þessum orðum: »Jeg vil bo i Norge; jeg vil prygle og prygles i Norge; jeg vil synge og dö i Norge — vær vis pá det!« Og í Noregi ól hann aldur sinn, þar var hann að örlagaskipun eðlisbundinn, þar var hann jafnan óróinn og aflvakinn í þjóðlífinu, enda var hann í hug og hjarta einna norskastur allra norskra rithöfunda. Björnson lagði sjálfur þá merkingu í »pólitík«, að hún væri ekkert annað en »náunganskærleiki á æðsta stigi«, og enginn vafi getur á því leikið, að hann breytti eftir þeirri skoðun sinni. Hvar sem hann sá réttinum traðkað og lítilmagnanum misboðið, var hann reiðubúinn að hefjast handa og taka svari hans. Hann tók svari Finna gegn Rússum og Pólverja gegn kúgun stórveldanna beggja, Rússlands og Þýzkalands, og hann fekk eigi orða bundist, er Dreyfushneykslið var á döfinni. En minnisstæðast allra er þó andvarp hans í ljóðum, er Danir voru harð- ast leiknir af Þjóðverjum 1864: í'ordum syntes Danebroge snehvidt, rosenrödt strále gennem tidens táge som en himmelfödt, gro som frugt af Danmarks have, sla som sang pá deres grave og med tankers trækfuglskare over verden fare. Ak nu synes Danehroge lighlegt, blodigrödt dale som en truffen máge, der har sig forblödt. Purpurströmme vunden gyder, som af tro pá retfærd flyder; segnende má folket hære korsets tunge ære. Hér andar samúðin með óförum lítilmagnans og hluttekn- ingin í þjóðarsorg Dana úr hverju vísuorði. Það er efst allra tilfinninga hjá honum. Til samanburðar er fróðlegt að sjá, hvernig Henrik Ibsen snýst við því máli. Hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.