Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 19

Skírnir - 01.04.1910, Page 19
Björnstjerne Björnson. 115 kveður einnig við þetta tækifæri, en við annan tón. Hann fær eigi orða bundist, er hann hugsar til afstöðu Noregs og Svíþjóðar og allra þeirra fögru loforða, er kváðu við á allsherjar stúdentafundum Norðurlanda skömmu áður, en gleymdust öll, er á skyldi treystn: Forlailt, forladt pá farens dag, forladt i stridens stund! Var sádan ment det nævetag, der loved godt for Nordens sag i Axelstad og Lund. Men du min frelste norske bror, som stár pá fredlyst grund i kraft af löftets fagre ord, forglemt i farens sturv', — stryg du pá flugt fra lædrestavn, jag over havets hvælv, gá glemselsgang fra havn til havn, og list dig til et fremmed navn, og gem dig for dig selv! í þessum tveim sýnishornum lýsa sér glögglega eðlisein- kenni þeirra skáldmæringanna beggja, Ibsens og Björn- sons. Mismunurinn er auðsær. Grundvallareinkenni Ibsens er reiðin og gremjan (indignation). Af þeirri rót er allur skáldskapur hans runninn. Grundvall- areinkenni Björnsons er lyfting andans (begeistring), vængjasvifið og hið víðfaðmandi samúðarþel til allra manna og til alls sem lifir og hrærist. Það er aflvakinn í skáldskap hans. Ibsen legst að jafnaði dýpra, leitar meira inn á við, eins og málmneminn í kvæði hans: Bryd mig vejen, tunge hammer, til det dulgtes hjertekammer. Hann er einrænn, sérvitur, ljósfælinn að eðli, eins og hann sjálfur kemst að orði: Ja över jeg engang et storværk sá hlir det en mörkets dád. Björnson er alveg gagnstæður. Hann er ljóssins riddari í orðsins fylstu merkingu. Það er bjart yfir honum og 8*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.