Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 21

Skírnir - 01.04.1910, Side 21
Daði Níelsson „fröði“. Aldarminning1). Eitt af því, sem einkent hefir íslenzka aðþýðu frá alda öðli, er b ó k v í s i n. A landi voru hafa alloftast verið einhverir þeir menn uppi með alþýðustéttinni, er lagt hafa stund á kveðskap og ritstörf og staðið m'Örgum mentamönnuin framar í þeim efnum. Hvort þetta fræða- grúsk hefir að öllu samanlögðu verið holt og affarasælt fyrir atvinnurekstur manna, skal ósagt látið. En hitt er víst, að íslenzk bókvísi á þessum alþýðlegu fræðimönnum margt og mikið að þakka Þeir hafa geymt og varðveitt margvíslegan fróðleik, skráð sögur, ættartölur og annála, ort rímur og kvæði, og jafnvel látið eftir sig rit í ýms- um fræðigreinum öðrum, sem eru eigi að jafnaði taldar við alþýðu hæfi. Svo er t. d. um Björn á Skarðsá, Jón lærða, Gísla Konráðsson, Jón Bjarnason i Þórormstungu og marga fieiri, sem hér yrði of langt upp að telja. Einn í tölu þessara manna var Daði »fróði« eða »grái«, eins og hann sjálfur nefndi sig og skrifaði að jafn- aði. Líf hans var í ytra skilningi snautt og fábreytt og til- komulítið, sífeld barátta við strit og skort og örbirgð, en í andlegum skilningi var það auðugt og fjölskrúðugt, og þeim einkennum prýtt, er um fram alt mega teljast grundvallarskilyrði fyrir áreiðanlegri sagnaritun, en þau eru: brennandi fróðleikstysn og sannleiksþrá. — ‘) Svo var til ætlast, að grein þessi kæmi i „Skírni“ í fyrra, en varð að biða sakir rúmleysis.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.