Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 47

Skírnir - 01.04.1910, Side 47
Roldsveikissaga. Í43- ná til holdsveiklinga af Suðurnesjum, þótt nóg væri af þeim þar. Um þennan Haugshúsaspítala, fyrirkomulag og sjúkl- ingafjölda, hef eg eigi séð neitt annarstaðar. Konungsbréf- ið bendir á, að hann hafi verið enn ófullkomnari en Klaust- urhólaspítali, og ennfremur er lögmaðurinn, Sigurður Björns- son, sakaður fyrst um að hafa eigi gjört reikningsskil og siðar að hann hafi búið til ranga reikninga spítala þessa, og heimtar konungur, að biskup láti lagfæra þetta10). Af öllu þessu sést, að sp;talarnir hafa frá byrjun átt litlu láni og auðsæld að fagna. Eftirlitið var oft slælegt og illa gengið eftir tekjunum, og það sem verst var: trú- in á nytsemi þeirra og þörf dofnaði snemma, og bar á því þess frekar er fram liðu stundir. Að vísu þótti sveitarstjórnum oft gott að losna við þunga holdsveikisómaga. ef þeir gátu komið þeim í spít- alana án mikils tilkostnaðar og veifuðu þhó^H '.í sóttnæm- isliræðslunni framan í umsjónarmepnina. En afbréfabók- um biskupanna, sem í raun og veru voru aðalstjórnendur spítalanna, má lesa það, að þeir hafa heldi/r ekki haft neina verulega trú á þörf þeirra eða gagnser ii. Þetta kemur greinilega fram hjá Jóni bú kupi Vídalín í bréfi24) einu til Gyldenlöve (2B/9 1714). Segist hann hafa dregið svona lengi að láta uppi álit sitt um að spítalarnir væru óþarfir, af því að hann hafi eigi dirfst að gjöra það fyr en reynsla væri fengin fyrir því, hvort tilskipun konungs um þá kæmi að tilætl- uðum notum. Reyndar hafi það verið hugboð sitt, að end- urreisn Klausturhólaspítala væri ekki til sérlegs gagns, en hann hafi ekki þorað að skrifa um það fyrr. Minnist hann á, að áður hafi hann getið þess, að spítalajörð þessi væri skemd og yrði árlega fyrir skemdum af vatna- vöxtum, og svo, að fólksskortur væri mikill síðan að bólu- sóttin gekk 1707 og menn fóru úr sveitum til sjávar á vetrum. Hvað því viðviki, að betra væri, að menn, sem hefðu næma sjúkdóma, væru á einum stað, en á dreif meðal

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.