Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 48

Skírnir - 01.04.1910, Page 48
144 Holdsveikissaga. heilbrigðra, þá væri þetta mjög viturlega sagt. >En þó er þar við að athuga, að þessi sjúkdómur er eftir minni sJcoð- un ékki eins nœmur hér d landi eins og annarstaðar.« Seg- ir biskup mörg dæmi vera til um hjón, er hafi búið sam- an svo árum skifti, og annað verið veikt en hitt hafi sloppið við sjúkdóminn. Eins hafi holdsveikir menn getið börn með hraustum konum og þau ekki orðið holdsveik. Þetta kunni að virðast undarlegt, en sé þó satt, Og þó þessi sjúkdómur væri nú næmur, þá væru svo fáir, sem gætu notið þessarar náðar (þ. e. spítalavistarinnar), v a r 1 a tíundi hluti þeirra sem sjúkdóminn hafi, svo að nógir væru samt til, sem gætu birgt þetta fátæka land upp með holdsveiki, ef hún væri svo afarnæm. Annars kveðst hann skulu gjöra alt sem í sínu valdi standi til þess að gott eftirlit verði haft. Reyndar geti hann ekki vænst aðstoðar hjá »fullmektugum generalaðmirals- in8« (þ. e, Qddi Sigurðssyni) eða landfógetanum, hafl hann reynt það til fullnustu og skýrt frá því. Þeir skifti sér ekki af þessum málum hema til ógagns, en láti biskup hafa fyrirhöfnina og kostnaðinn af því, eins og þeir viti sjálfir. Eins og sjá má á þessu, gjörir biskup harla lítið úr spítalaþörfinni, gagnsemi þeirra og sóttnæmi holdsveik- innar. Hann tilfærir gegn sóttnæmiskenningunni sömu á- stæðurnar, sem jafnan hefir verið dreift og enn er dreift af fjölda ólæknisfróðra manna hér á landi, þótt þeim sé nú farið blessunarlega að fækka, sem þannig hugsa. Annað sést af bréfi þessu: Biskup hefir ekki taliðholdsvelkinanærriþví útdauða hér á 1 a n d i. Ef stórabóla hefði drepið alla holdsveika, sem þá voru uppi, eins og þeir Eggert og Bjarni segja í ferðabók sinni, þá hefði ekki þurft að gjöra mikið úr sjúk- dómnum, einum sjö árum síðar. Magnús Stephensen tek- ur ekki eins djúpt í árinni, segir aðeins, aðflestarhol ds- veikar familíur hafi dáið þá. Væri nú staðhæflng meistara Vídalíns rétt, hefðu holdsveikir átt að vera að minnsta kosti 10 0—1 2 0.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.