Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 51

Skírnir - 01.04.1910, Page 51
Holdsveikissaga. 147 sem skilin voru á ýmsan veg af umsjónarmönnum þeirra. Af bréfum biskupanna og spítalareikningunum frá fyrri hluta 18. aldarinnar sést, að ráðsmennirnir fengu ei ætíð sama meðlag með sjúklingum. Umsjónarmenn höfðu og mismunandi skilning á því, hvort ráðsmenn eða spífalarn- ir ættu að borga útfararkostnað sjúklinga, hverir ættu að sjá þeim fyrir klæðum, er þeir komu þangað. Vanalega voru spítalarnir látnir borga hvorttveggja. Jón Árnason skar úr málinu á sinn hátt í athuga- semdum við Hörgslandsreikning, sem mágur hans síra Einar Hálfdánarson hafði búið til fyrir árið 173 7 23). Presturhafði reiknað sér borgun frá spítalanum fyrir útfararkostnað sjúklings, en biskup mótmælti. »------------Þegar hann (síra Einar) gekst undir það að veita hospitalslimunum upp- eldi til fæðis og klæða, þá kalla eg þar undir hafa skil- ist, að hann skyldi ekki leggja hann nakinn í jörðina, heldur svo sem honum bar að láta honum í té sængurföt meðan hann lá í rúminu, svo átti hann ogsvo að skaffa honum hjúp eða lífblæjur, þegar hann var í gröfina lagður; álík- kistusmíðinu reið ekki nœsta mikið, því fyrir utan hana hafa margir Guðsmenn jarðaðir verið«. Klerkur mun þó ekki hafa þurft að borga spítalanum upphæð þessa, enda ekki víst að lögmaður hafi talið rétt að ganga eftir þessu smáræði. Konungsskipunina um spítalana frá 27. mai 174610), eða »fororðninguna« frá þessu ári, eins og hún hefir jafnan verið nefnd, gaf Knstján konungur sjötti út eftir tillögum Harboes, líklega að undirlagi umsjónarmann- anna. Aðalatriðin í henni voru: 1. Ráðsmennirnir skulu halda spítalajörðunum með hjá- leigum þeirra í góðu standi (við hefð og magt), bæði að húsum, túnum, girðingum og engjum, en sýslu- menn taki jörðina út, er ráðsmannsskifti verða, ásamt 6 dánumönnum, og ákveði ofanálagið. 2. Þeir annist og um, að ekkert gangi undan spítalajörðun- unum eða hjáleigunum ólöglega. Þær eru lausar við venjulega skatta og skyldur.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.