Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 53

Skírnir - 01.04.1910, Page 53
Holdsveikissaga. 149 10. Veita skal þeim kristilega greftrun á kostnað spítal- ans. Hvorki á prestur né kirkja heimting á neinni borgun. 11. Réttan reikningskap standi ráðsmenn umsjónarmönn- um, einu sinni á ári. Annars borgi þeir ríkisdal í sekt til spítalanna. 1 2. Ráðsmenn segi upp ábúðinni fyrir Mikaelsmessu, þeg- ar þeir vilja flytja brott af spítalajörðinni. 13. Engan má taka í spitalann nema holdsveika fátækl- inga og munaðarlausa. Verðurað sýna vottorð sóknar- prests og hreppstjóra um kristilegt líferni og séu vott- orðin send með umsóknunum tíl umsjónarmanna. 14. Hreppar borgi fyrirfram með holdsveikum ómögum til spítalanna forlagseyri, 3'/2 hundrað á landvísu fyrir karlmann, en 2lj^ hundrað með kvenmanni. 15. Hvetja skal vinnufæra holdsveiklinga til starfa og fá þeir sjálfir það sem þeir vinna sér inn. Flakk, sníkj- ur og drykkjuskapur er bannaður. 16. Fyrir vanþakklæti, möglunarsemi, drykkjuskaparóreglu, óhóflega tóbaksnautn skal prestur áminna sjúklingana, en hrífi það eigi, á að reka þá brott. 17. Arfur, sem spítalasjúklingar fá, fellur til spítalans. 18. Holdsveika má setja í spítala, ef sá sem heflr fram- færsluskylduna, borgar fullt árstillag með þeim, þó eiga fátœkir holdsveiklingar að ganga fyrir. 19. Af hverjum fiskibát skal borga einu sinni «hospítals- hlut« á ári á ákveðnum degi, ef ekki fiskast minna en fimm fiskar i hlut. Annars, eða ef ekki gefur að róa, skal láta hlutinn næsta dag, þegar nægur fiska- fjöldi fæst. Á sama hátt var og um fuglatekju í Drangey 0g Vestmannaeyjum. Hver sem reynir að prettast undan þessum ákvæðum fær sína hegningu. 20. Sýslumenn selji fiskinn, þegar hann er orðinn þur. 21. Spítalarnir fái vissar sektir, sem ákveðnar eru. 22. Ennfremur fái þeir gjöld fyrir giftingarleyfi þríinenn- inga.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.