Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 56

Skírnir - 01.04.1910, Page 56
Dauðinn. Smásaga eftir Jónas Guðlaugsson. Hálfdán gamli er mér minnisstæðastur eins og hann var á kvöldin, þegar hann sat á leiðinu hennar Bjargar sinnar. Enn þá er mér sem eg sjái hann sitja þar um sólar- lagsbilið, álútan og boginn og hallast fram á birkilurkinn sinn. Kvöldsólin varpar sterkum bjarma á skallann og hvíta hárkragann fyrir ofan eyrun, en yflr enninu hvílir skuggi, sem virðist eins og koma frá hinum djúpu rákum og hrukkum, sem eru um alt ennið. Hálfskuggi er lika yfir arnarnefinu hvassa, en þess bjartar glampar ljósið á skegginu, sem bylgjast silfurhvitt niður á bringu. Hann horfir út yfir hafið, þangað, sem sólin hnígur til viðar. Augnatillitið er dapurt og lokað eins og hann sjái að eins það, sem er fyrir handan kvöldroðann. Það er svo langt, langt burtu. Svona gat hann setið kvöld eftir kvöld alt af á sama leiðinu og í sömu stellingum. Og hann gekk aldrei inn fyr en sólin var hnigin til viðar, og kirkjugaflinn varp- aði svörtum náttskugga á leiðið sem hann sat á. Eg var þá drenghnokki á tíunda eða ellefta árinu, og eg man að eg var vanur að læðast út undir kirkju- garðinn, þegar Hálfdán sat þar, og horfa á hann. Það var eitthvað við hann, sem vakti undrun mína og forvitni, eitthvað óþekt í þessu lokaða augnatilliti, sem hændi mig að sér.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.