Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 57

Skírnir - 01.04.1910, Page 57
Dauðinn. 153 Og það jók ekki lítið á undrun mína að hann sat einmitt í kirkjugarðinum, sem mér stóð einhver hátíðleg- ur beigur af, einkum á kvöldin. Hinir strákarnir á heimilinu hlógu að þessari kvöld- setu Hálfdáns í kirkjugarðinum. Mér var ómögulegt að skilja hversvegna. En þeir þurftu nú líka að hlægja að öllu. Eg kallaði hann heldur aldrei »óðalsbóndann á gröflnni hennar Bjargar« eins og þeir. Mér fanst Hálf- dán gamli alls ekki hlægilegur. Þvert á móti. Eg gat staðið stundum saman og horft á hann þegar hann sat á leiðinu, og mig dauðlangaði til að vita nánar hvað hann var að hugsa um, þegar hann horfði svona undarlega langt burtu. Eg hugsaði oft um það, meðan eg var að hátta, og sá hann fyrir hugskotssjónum mínum eins og hann sat á leiðinu, þangað til eg sofnaði. Og eg truflaði hann aldrei, meðan hann sat á leiðinu, eins og hinir strákarnir, því eg vissi að honum sárnaði það. Eg hafði séð tvö þung tár hrjóta niður eftir mögru, hrukkóttu kinnunum hans, einu sinni þegar Valdi smali hrekkjaði hann eitthvað eitt kvöld. Og mér varð svo mikið um það, að eg réðst á Valda og lúbarði hann, þótt hann væri helmingi stærri og sterk- ari en eg. Auðvitað fekk eg það ríflega norgað í sömu mynt. Hálfdán gamli veitti því líka eftirtekt að eg var öðru vísi við hann en hinir drengirnir, og veitti mér aft- ur á móti fulla vínáttu sína, þessa hreinu, tryggu vináttu sem oft á sér stað milli gamalmennis og ungíings. Hann sat hjá mér á daginn, þegar hann gat því undir komið, og sagði mér sögur af því, sem á daga hans hafði driflð. Og Hálfdán kunni manna bezt að segja frá. Frásögnin var myndrík og lifandi og ímyndunaraflið fjörugt, svo að innan um hversdagsviðburði vöfðust dular- fullar draumsjónir, af íslenzku alþýðubergi brotnar, sem læstust inn í huga minn, eins og beztu þjóðsögurnar.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.