Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1910, Síða 58

Skírnir - 01.04.1910, Síða 58
164 DauðÍBn. Á daga hans hafði margt drifið. Hann hafði verið bóndi og sjómaður, hjú og ferðalangur, og ratað í margar mannraunir á sjó og landi. Hann var þaulkunnugur landinu utan frá sjó og upp til afdala og hafði komist í kynni við fjölda manna af ýmsum stéttum á lífsleiðinni. Islenzk náttúra, sagnir og hjátrú var því eins og lif- andi á vörum hans, og eg hlustaði á það alt eins og draumgjarn unglingur á farmanninn, sem segir frá ókunnu löndunum. Römmustu draugasögurnar, sem eg hefi heyrt, hrika- legustu tröllasögurnar og útilegumannasögurnar lærði eg allar af Hálfdáni gamla. En einna glöggast man eg þó eftir draumunum sem hann sagði mér, draumum sem menn hafði dreymt fyrir dauða sínum, og draumum þar sem hinir dauðu höfðu sagt til sín. Sjálfan hafði Hálfdán dreymt marga drauma, og hann hafði örugga trú á þeim og dró ekki dul á ber- dreymi sitt. En frá sínura eigin draumum vildi hann þó aldrei segja, og kvað það ei vera rétt. Menn missa draumgáfuna, ef þeir segja drauma sína, var hann vanur að segja. Hálfdán gamli var niðursetningur hjá föður mínum. Hann hafði ekki annað að gera en lifa í minningun- um og bíða dauða síns. Því verkfær var hann ekki leng- ur. Hann var orðinn úttaugaður og slitinn af langvinnu striti, og gigtin hafði kengbeygt hann og dregið af honum allan mátt. Það eina verk sem hann gat unnið var að flétta reiptaglsspotta á veturna, úr hrosshársspuna, og á sumrin var hann látinn dutla við að tinda hrífurnar fyrir stúlkurnar og þessháttar, sér til dægrastyttingar. Hann hafði unnið dagsverkið — og langaði til »að komast heim«, eins og hann komst að orði. »Hún Björg mín bíður eftir mér«, var hann vanurað segja. »Við höfum nú verið svo lengi skilin«. Björg var konan hans sáluga. Þau höfðu búið sam- an á efsta og rýrasta kotinu í sveitinni, Dalsbotni, fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.