Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 59

Skírnir - 01.04.1910, Page 59
Dauðinn, 155 niörgum, mörgum árum, þegar Hálfdán var ungur. Eftir þriggja ára hjónaband dó Björg úr mislingunum, og barn þeirra nýfætt. Þá flosnaði Hálfdán upp af kotinu og hafði aldrei eirð í sér síðan. Hann fór af einu landshominu á ann- að meðan æfln vanst, ýmist sem sjómaður, sendimaður, vinnumaður eða ráðsmaður. Og þegar kraftarnir voru þrotnir, var hann fluttur fátækraflutningi úr einhverju fjarlægu héraði á fæðingar- hrepp sinn. Eftir beiðni hans tók faðir minn við honum, því hann langaði til að vera hjá gröfinni hennar Bjargar sinnar, það sem eftir var æflnnar, og fá svo að hvílast við hlið hennar. Hann vissi upp á hár, hvar leiðið var, þegar hann kom eftir margra ára fjarveru, og faðir minn gerði það að bón hans, að láta hlaða leiðið upp fyrir hann. Nú hafði hann ekki annars að gæta, en að enginn yrði grafinn of nærri Björgu hans, færi ekki »inn á hans landareignc, eins og hann komst að orði. Það gerði hann líka samviskusamlega í hvert skifti sem jarðað var, og af þeim ástæðum kölluðu gárungarnir hann »óðalsbóndann á leiðinu hennar Bjargar« eða bara »óðalsbóndann«. Og á sumrin sat hann þar á leiðinu á hverju kvöldi þegar veður leyfði. Sat þar álútur og hljóður og hlust- andi, eins og hann væri að bíða eftir boðum frá löndun- um hinumegin við kvöldroðann, hinumegin við hafið mikla. Það var föstudagskvöld að áliðnu sumri. Við vorum að enda við að slá túnskæklana. Það hafði verið bezta rekja um daginn, svo tækifærið var notað til að skafa upp óræktarmóana í túnjaðrinum. Eg hafði lært að slá það sumar og fekk lítið orf við mitt hæfl, svo eg þóttist heldur en ekki maður. Það var svo sem eitthvað mannalegra að slá eins og hinir piltarnir, heldur en að híma einn uppi í dal og sitja

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.