Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 61

Skírnir - 01.04.1910, Side 61
Dauðinn. 157 skáhalt undan kirkjugaflinum. Eg sá hana óglögt og mér sýndist hún sitja hreyfingarlaus og grúfa sig niður yfir leiðið. Það var eins og mér rynni kalt vatn milli skinns og hörunds, og það var að mér komið að reka upp óp, af hræðslu. Fyrsta hugsun mín var sú að hlaupa burt. En það var enginn hægðarleikur. Kirkjugarðurinn var svo hár, að eg átti erfltt með að komast yfir hann, og hliðið var framundan gaflinum, gegnt því sem draugurinn sat. Nú voru góð ráð dýr. Eg staðnæmdist augnablik, og gat þá ekki að því gert að renna augunum til draugsa, þótt mig hrylti við því. Það varð til þess að eg veitti honum nánari eftirtekt. En hvað var þetta! Var þetta ekki leiðið hennar Bjargar, og gat þá ekki skeð að Hálfdán gamli hefði staulast þangað út og sæti þarna? Mér óx svo hugur við þá hugsun, að eg þorði að ganga nær. Og þegar eg kom spölkorn nær, sá eg að það var Hálfdán gamli sem sat á leiðinu. Það var eins og bylt væri af mér þungri byrði, og af fögnuðinum hljóp eg til hans. Hann virtist ekki veita mér eftirtekt. Hann sat þarna steinþegjandi og studdist við stafinn sinn og horfði til jarðar. Það var orðið svo dimt, að eg gat ekki vel greint andlit hans. »Ert það þú Hálfdán?* kallaði eg til hans, því það var eins og óttinn væri ekki alveg horfinn. Hann hrökk við og leit upp. Mér sýndist eins og glampa á tár eða eitthvað vott í hrukkunum fyrir neðan augun. »Já, Brinki minn, svo á það að heita að það sé eg«, sagði hann lágt og eins og með hálfbrostnum málrómi. »Veistu hvað, eg var farinn að halda að þú værir draugur*, sagði eg og herti upp hugann. *Manni dettur svo margt í hug þegar maður er einn úti í kirkjugarði*, bætti eg við, eins og til að afsaka mig.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.