Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 62

Skírnir - 01.04.1910, Page 62
158 Dauðinn. »Draugur .. . hra . . . ekki er eg nú orðinn það enn og verð það vonandi aldrei . . . en skamt á eg þó eftir ólifað, drengur minn . . .«, sagði hann og horfði fast á mig undan loðnu augnabrúnunum. Hann sagði þetta með svo raunalegri alvöru, að eg varð hvumsa við og hafði eg þó oft heyrt hann segja eitthvað líkt þessu áður. Mér datt í hug að eitthvað amaði að honum og fanst eg þurfa að hugga hann. »0, sei, sei, sei, Hálfdán minn! Þú átt sjálfsagt eft- ir að lifa í áttatíu ár enn og verða allra karla elztur!« sagði eg allborginmannlega, bæði af því að eg hélt að það myndi hugga hann, og eins af því að mér fanst þetta svo fullorðinslega sagt. Eg hafði nefnilega heyrt móður mína segja sömu orðin við Hálfdán gamla áður. En hann virtist ekki hafa heyrt huggunarorð mín, því hann hélt áfram í sama tón og sagði: »0, jæja! Þetta er nú leiðin okkar allra, og eg má verða þeirri stundinni feginn, er eg fæ að leysast héðan. Eg er hvort sem er orðinn farlama skar og geri ekkert gagn í lífinu lengur. Er bara öðrum til byrði . . . Og svo er hana Björgu mina farið að lengja eftir mér hinumegin. Það verða nú fjörutíu ár í haust frá því við skildum«. Málrómur hans varð eins og rólegri og fastari, þegar hann sagði síðustu orðin. Hann rétti ofurlítið úr hryggn- um og greip fastar um lurkinn. Hann horfði svo innilega vingjarnlega á mig, og eg sá nú glögt að það voru tár í augum hans. »Þakka þér fyrir, Brinki minn, hvað þú hefir altaf verið góður við mig. Það er gæfuvottur að vera góður við gamalmenni. Eg vona að guð umbuni þér það þessa lífs og annars. Guð launar fyrir þá voluðu . . . En það skal eg segja þér, að bezt gæti eg trúað að eg verði dauður á morgun!« Hann sagði þetta með svo mlkilli sannfæringarvissu, að mér fanst þetta hljóta að vera satt. Eg trúði honum, og tárin komu fram í augun á mér, þegar eg hugsaði til þess, hve Hálfdán gamli hafði alt af verið góður við mig,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.