Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 66

Skírnir - 01.04.1910, Side 66
162 Dauðinn. Hann reis upp með erfiðismunum og studdi sig við öxl mína. Það tók langan tíma fyrir okkur að komast heim, því hann varð altaf að stöðva við og við vegna hóstans. Hóstahviðurnar urðu harðari og liarðari, og það var með naumindum að við komumst inn í bæjardyrnar. Eg kom honum ekki lengra en á kláf, sem stóð fyrir innan dyrnar. »Þarna sérðu«, stundi hann upp, »sá bleiki hefir sleikt brjóstið á mér«. Eg varð að hlaupa inn eftir vinnumönnunum, Munda og Sigga, til þess að hjálpa honum inn göngin og upp stigann Þeir hálfbáru hann upp í baðstofuna, en sjálfur gat hann klætt sig úr fötunum og skreiðst í bólið. Hóstahviðurnar héldu áfram eftir að hann var kominn í rúmið, og hann hafði enga matarlyst um kvöldið. Eg sat við rúm hans mikið af kvöldinu, en við þögð um báðir. Rétt fyrir háttatímann bauð eg honum góða nótt, og bað hann mér þá allrar blessunar. Mér heyrðist hann vera að tauta einhverja bæn fyrir munni sér, þegar eg gekk ofan stigann. — — Mér var órótt innanbrjósts þegar eg háttaði. Draum- ur Hálfdáns hafði haft djúp áhrif á mig. Eg trúði hon- um án nokkurs efa. Myrkrið og kirkjugarðurinn, og ekki síst hóstakjöitið, höfðu læst hann djúpt inn í huga mér, svo mér fanst eg horfa niðrí gagnsætt hyldýpi hins dular- fulla, og grilla í ófreskjurnar þar niðri. Mér fanst eg jafnvel sjá sjálfan dauðann, eins og einhvern þjóðsögu- nykur, sem við allir verðum að ríða einhvern tíma, nauð- ugir viljugir, út i eilíft svartnættið. Það fór hrollur um mig allan við þá hugsun. Mér datt i hug vísa Jóns frá Víðimýri: „Svarta nátt að sjónum ber segir fátt af einum“. Og eg sá dauðann teyma hest hans í náttmyrkrinu niður í einhverja vökina á Héraðsvötnunum. Ein sagan rak aðra um þá menn, sem dreymt hafði fyrir dauða sínum. Þær voru margar svipaðar sögu Hálfdáns gamla. Þar var til dæm-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.