Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 67

Skírnir - 01.04.1910, Page 67
Dauðinn. 163 is sagan af manninura, sem dreymdi, að komið væri á gluggann hjá sér og kveðið með hásum róm: „Nú er fjaran orðin auð öll með þara gróin, bezt mun að fara að reyna hann Rauð og ríða ’onum bara í sjóinn“. En daginn eftir druknaði hann og Rauður hans í Voga- læknum. Allar þessar sögur gagntóku huga minn og styrktu trú mína á draum Hálfdáns gamla. Hann var feigur; hann var áreiðanlega feigur. Tárin streymdu niður eftir kinnunum á mér, þegar eg hugsaði til þess, hve góður hann hafði verið við mig, og hve margar skemtilegar sögur hann hafði sagt mér. Mér fanst eg hlyti að sakna hans óumræðilega mikið. En eg fann að ekki var hægt að taka beizlið út úr þeim bleika. Dómur dauðans var óraskanlegur. Eg breiddi sængina upp yíir höfuð og hágrét þangað til eg varð þreyttur og sofnaði. En alla nóttina var mig að dreyma að eg sæi Hálf- dán gamla liggja deyjandi frammi í skemmu, en fyrir utan skemmudyrnar heyrði eg bleika klárinn hneggja og nugga höfðinu upp við dyrnar. Það fyrsta sem mér var sagt um morguninn, þegar eg vaknaði, var að Hálfdán gamli væri .dáinn. Hann hafði dáið klukkan sjö um morguninn. Eólkið í baðstofunni hafði vaknað klukkan fjögur við það að hann var búinn að fá dauðahrygluna. Vinnukon- urnar urðu fyrst myrkfælnar, en þutu samt niður til föður míns, sem klæddi sig i snatri og gekk upp til hans. Hann sá strax að helstríðið var að byrja og flýtti sér að gefa honum sakramentið, því Hálfdán gamli hafði beð-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.