Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 70

Skírnir - 01.04.1910, Side 70
Ur íerðasögu. París. 1. Framh. Dagarnir sem eg dvaldi í Parísarborg voru heitustu dagarnir sem eg hef lifað. Hitinn komst um mánaðamót- in maí—júni upp í 30° C. í skugganum, og var þá hvergi í Evrópu jafnheitt, þegar Rómaborg er undantekin. Það var á við sumar fjallgöngur að ganga í slíkum hita upp næstum því 250 feta háan stiga í dimmum turni hinnar frægu Frúarkirkju; en fyrirhöfnin borgar sig, þegar upp er komið og gefur að líta yíir hundrað þúsundir bygginga báðu megin Signu, sem að ofan er að sjá eins og bugð- 'ótt, gljáandi band. Innan um húsahraunið liggja götu- geilarnar, að öllu samantöldu langt yfir 100 mílur á lengd, morandi af umferð. Augað leitar uppi ýmsar merkar byggingar, svo sem Louvre með sín frægu söfn, en byggingin sjálf safn af höllum, söngleikhúsið mesta í Evrópu, sigurbogann mikla, þar sem mætast í stjörnu margar stórar götuæðar, Pantheon, hið víðfræga musteri mannorðsins, og svo kauphöllina, þetta afarmikla og glæsilega musteri Mammons. Og er þetta enginn orðaleikur,' því að kauphöllin er reist í lík- ingu við fornt musteri þeirra guða, sem nú eru dauðir fyrir löngu. En engin elli- eða dauðamörk er að sjá á Mammoni, og aldrei hefir hann magnaðri verið en nú, eða ríki hans staðið víðar fótum undir. Eg hef nú ekki minst nema á lítinn hluta af þeim fjölda hvelfiþaka og turntinda, sem hreykja sér yfir húsa-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.