Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 71

Skírnir - 01.04.1910, Page 71
Úr ferðasögu. 167 almenninginn, og skal þó litlu viðbætt. En þó er ein bygging, sem fyrst dregur að sér athyglina, þó að eg nefni hana síðast. Langt vestur í borginni gnæfir turn, sem virðist gerður af jötnum en ekki mönnum; fjallhátt lyftir hann stönginni með þrílita fánanum, sem á að tákna frelsi, jöfnuð og bræðralag; eins og það væru barnaleik- föng en ekki mannabústaðir eru húsin við rætur þessa fjallturns. Hann ber hátt yfir borgina, eins og frægð Napoleons yfir frægð annara manna. Annarstaðar eru það kirkjuturnarnir, sem gnæfa hæst yfir borgirnar, minn- ingarmerki þess valds, sem sterkast var á miðöldunum, myrkratímunum. En þetta stálfjall, 900 feta hátt, hafa vísindi og verksvit reist sér til heiðurs, það er eins og upphrópun úr stáli, hvort tveggja í senn siguróp og upphvatn- ing. Nú er það ekki lengur náttúran ein, sem byggir fjallhátt. Mér varð fyrst dálítið líkt við að líta á Eiffelturninn eins og Herðubreið; hvortveggja sjónin virðist í fyrstu nærri ótrúleg. Herðubreið rís svo geist til himins, er svo turni lík, að eg bjóst nærri því við að sjá stöng upp úr og fána íslands blakta yfir þessu turnfjalli, líkt og þrilitinn þarna í París yfir fjallturninum, sem menskir menn hafa reist. 2. Vér horfum nær oss, á turninn sjálfan, þunglamaleg- an og snubbóttan hjá stálturni Eiffels. Ekki má láta ógetið djöflanna frægu á Frúarkirkju, sem hýma þar á palli neðan við efsta turntind og horfa yfir borgina ferlegir á svip; svona hugsuðu menn sér djöflana, sem þeir hræddust meira en dauðann, áður en þeir komust á snoðir um, að enga djöfla mundi vera að óttast nema manndjöfla, enda ekki á það bætandi, hvað þeir geta verið ægilegir. Sum þessara ferlíkja virðast hlakka af djöfullegri gleði, er þau horfa niður af turni sínum; og víst hefðu þau þaðan getað séð ýmislegt athæfi, sem djöflum hefði

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.