Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 75

Skírnir - 01.04.1910, Side 75
Úr ferðasögu. 171 í höfuðborginni hinumegin sunds (Lundúnum) þegja auglýsingarnar alveg um þessi efni, eins og við er að búast í landi þar sem siðsemin er svo megn, að jafnvel kenslubækur í lífseðlisfræði sem ætlaðar eru læknaefnum, kunna sama sem ekkert af því að segja, sem fyrst og fremst sérkennir karlkyn og kvenkyn. Þær auglýsingar sem virðast jafn einkennilega ensk- ar og hinar eru frakkneskar, sem að ofan er getið, snúa sér einkum að maganum og meltingunni. Meðöl gegn afleiðingura af ofáti eru þar auglýst mjög kröftuglega (og lygilega; en það gerir ekkert; um kynjalyf og Vestur- heim er aldrei svo ólíklega logið, að ekki gangi það í þá sem það á að ganga í). Lifrarmeðöl nefna Englendingar mjög oft öll slík lyf, því að þeim heflr einhvern veginn tekist að blanda lifrinni inn í þessi efni á þann hátt, sem ekki þekkist í neinu öðru landi. Hæst virðist Þýzkaland standa, því að þar hafa aug- lýsingarnar ekki eins hátt um kynjameðöl hvort sem það er gegn afleiðingum af ofáti eða öðru. Eða kynjameðal- ið er að minsta kosti eitthvert sérstaklega skynsamlegt líf- erni sem auðvitað, hjá Þjóðverjum, (sem nefna mætti bókanna þjóð, en Engleadinga aftur þjóð bókarinnar, þ. e. bibliunnar) verður að læra af sérstakri bók. Bók J. P. Miillers, hins nafnfræga íþróttamanns og heilbrigðis- rithöfundar, hefir t. a. m. á Þýzkalandi selst svo hundruð- um þúsunda skiftir, og hvergi náð annari eins útbreiðslu og þar. 6. Glæsilegar eru hinar breiðu laufskygðu götur nálægt söngleikhúsinu mikla að kvöldi dags. Ljómandi sölubúð- ir og dýrlegir veitingastaðir skiftast á, og auglýsendur leika logstöfum á húsahliðunum og yflr húsunum uppi, svo að jafnvel ennþá meiri brögð eru að en í Berlín — sem er þó miklu jafnar uppljómuð — og sumstaðar bregð- ur á loft uppi yfir húsunum heilum myndasýningum. Eru þær eitt af þvi, sem einnig auminginn eyrislausi get-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.