Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 77

Skírnir - 01.04.1910, Page 77
XJr ferðasögu. 1.3 munur á fyrsta gististaðnum sem eg reyndi í París og svo gesthúsinu í Múnchen þar sem gistingin var jafndýr. Yfir- leitt hallast eg á þá skoðun að Frakkar muni ekki vera sérlega þrifin þjóð; en annars verður víst ekki, enn sem komið er, sagt um nokkra þjóð að hún sé þrifin, það er efnafólkið sem er þrifiðj almúginn er alstaðar óþrifinn og veldur því mest fátækt. Á miðöldunum var heldur ekki fyrirfólk í Evrópu mikið að hugsa um þrifnað hjá því sem nú er, eða hafði verið á dögum Rómaveldis; átti lífs- skoðun kristindó'’.isins sennilega nokkurn þátt í því; það gerði minst þó að syndugt hold væri líka saurugt. Þegar kristnir menn unnu Spán aftur af Serkjum var baðhúsum, sem í öllum borgum höfðu verið fjölda mörg til almenn- ings nota, allsstaðar lokað. Að götuþrifnaði stendur París mjög langt að baki jafnvel Lundúnum, að eg ekki nefni Berlín, sem í þessu efni ber langt af öllum öðrum borgum, Á auðmannagest- húsunum má geta nærri að engum óþrifnaði sé að mæta, og götusorpið fælir ekki auðmennina frá að telja Parisar- borg mestan glaðsheim svo víða sem lönd eru bygð. 7. Eitt kvöld var eg í söngleikhúsinu mikla, auðvitað á sundlandi hæð einhversstaðar uppi undir lofti; því að betri sæti eru rándýr og helzt við Gyðinga hæfi. Álíka mikið hafði kostað að reisa þetta musteri listarinnar eins og Parlamentshöllina ensku og Pálskirkju samanlagt. Leikið var þetta kvöld Samson og Dalila eftir Saint- Saens, og danssöngleikurinn Coppelia á eftir. Skoplegt var að sjá hinn hebreska Gretti með mjög ókraftalega handleggi, en hann söng vel, og musterisstoðirnar hrundu jafnvel áður en hann kom við þær. Það var svipað um þenna söngleik og Coppeliu, að stundum þykist maður greinilega skynja hvernig anda- giftin yfirgefur tónskáldið, svo að hann yrkir tóman há- vaða. Og mér kom í hug hversu bæði þessi verk

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.