Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1910, Síða 78

Skírnir - 01.04.1910, Síða 78
174 Ur ferðasögu. standa á baki söngleiknum Carmen eftir Bizet. Carmen var í fyrsta skifti leikin í þessu húsi, og þó ekki til enda, því að áheyrendur gjörðu svo mikið hark og hávaða að leikendur urðu að hætta. En Bizet varð svo mikið um þessar ófarir, að hann dó skömmu siðar, á likum aldri eins og Mozart, Byron og Jónas Hallgrímsson. Hann hafði komið lasinn í leikhúsið til að hlusta á verk sitt, auðvitað fullur eftirvæntingar. Hann vissi að hann hafði gefið heiminum einn af hinum fegurst skínandi gimsteinum listarinnar, að honum hafði tekist þetta afar sjaldgæfa, að skapa ódauðlegt listaverk, sem gæti orðið öldum og óbornum til nýrrar gleði. Og hann bjóst eðlilega við heiðri og þakklæti, og þeim laun- um öðrum, sem mundu gefa listgát'u hans byr undir vængi. En í staðinn dynja yfir hann háðsköll og iskrandi hljóð- pípur, og það er ekki erfitt að skilja að þetta hrópandi ranglæti gat dregið hann til dauða, einkum þar sem hann var ekki heill undir. Fáum mönnum hefii’ ómaklegar goldið verið en Bizet og það gefur efni í óskemtilegar hugleiðingar um mannlega dómgreind, að það aln.enni (publikum) sem kvað upp áfellisdóminn yfir snildarverki Bizets, var einmitt hið greind- asta sem völ mun vera á um víða veröld, og það sem bezt hefði verið trúandi til að skynja hvað þarna var á ferðinni. En Carmen lifði þó að meistarinn dæi; söngdómari einn kom því til leiðar nokkru síðar að hún var leikin aftur og þá vanst sigurinn, og hefir þessi söngleikur síð- an hljómað á öllum helztu leiksviðum heimsins, ótöldum þúsundum til ununar, en leikhúseigendum og syngjend- um til mikils ágóða. Því oftar sem kostur er að heyra Carmen, því betur lætur hún í eyrum; aldrei hefir víst sönglistin fengið feg- urri rödd mannlegum tilfinningum; þar er ekki hávaði í stað hljómlistar eins og bregður fyrir í mörgum öðrum söngleikum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.