Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 80

Skírnir - 01.04.1910, Side 80
Til minningar Jóni Sigurðssyni. Það hefir flogið fyrir, að engin von só á neinni æfisögu af Jóni Sigurðssyni á 100 ára afmæli hans 1911. Hvað veldur? jFysir engan Islending að vinna það' til virÖingar sór og ágætis að rita sögu þessa þjóðhöfðingja vors? Þykjast íslenzkir mentamenn ekki færir lil slíks? Finst þeim svo til um þekkingarskort sinn á sagnamentun og sagnaritun, að áræði bresti til slíks stórvirkis? Eða brestur elju? Eða leikur íslenzkum bóka- og blaöalesendum engin forvitni á að kynnast þeim manninum, er talinn er eitt hið mesta mikilmenni og langmerkasti stjórnmálamaður, er þjóð þeirra ihefir átt um þúsund ára bil ? Það væri ekki ólíklegt, að margir yrði æfisögu hans fegnir. Það er í rauninni furðulítið, sem vér vitum um hann, sá hluti vor að minsta kosti, er hefir ekki lifað .honum samtímis, enda er ekki annars að vænta. Það hefir ekki mikið veriö gert til að fræða menn um hann. Og þess eru vfst engin dæmi meöal siðaðra þjóða, að það hafi ekki birzt svo mikið -sem bæklingur á móðurmáli þeirra um stórmenni, er voru þeim slíkir foringjar sem Jón Sigurðsson var íslendingum. Það hefir enn kvisast, að stjórn Bókmentafólagsins þyki samt óviðfeldiö, að ekkert rit sé gefið út í minningu forsetans mikia, og hafi því í huga að gefa út safn af bréfum hans. Þau ættu að vera sem flestum Is- lendingum tilhlökkunarefni. Af bréfum má oft græða geysimikinn fróðleik um höfunda þeirra. Auðvitað er mismunandi, hve mikill hann er og hvers viröi, eftir því hvort bréfritarinn er þar dulur eða opinskár, hvort hann lætur alt fjúka, sem í hugann flýgur um at- burði, menn og málefni, fer ekki í felur með tilfinningar sínar og vonir, hugsjónir og dagdrauma, áhyggjur og raunir, eða ritar ekki einu orði meira en brýnasta nauðsyn krefur. Það er ástæða til að ætla, að mesti fengur verði í brófum Jóns. Að minsta kosti kallar dr. Jón Þorkelsson bróf hans til Halldórs Friörikssonar »kongsgersemi«.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.