Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 81

Skírnir - 01.04.1910, Page 81
Til minningar Jóni Sigurðssyni. 177 Og slíkt virðist líka mega ráða af s/nishorni, sem doktorinn birtir af þeim í þœtti sínum af Halldóri í Andvara. Bréfaútgáfan er því hið mesta þarfaverk. En svo d/rmæt heimild sem bréfin aS líkindum eru aS æfisögu Jóns, ríSur þó enn meira á aS safna sumum öSrum föngum til hennar. Eg á viS þaS, sem lifandi menn muna af viSkynningu sinni viS hann og samvist- um. Bréfin eru aS vísu frumlegra efni. Þar 1/tum vér höfSingj- ann, hug hans og anda, algerlega meS eigin augum. Þegar vór lesum frásagnir annara rnanna af honum, horfum vér á hann og skoðum meS gleraugum þeirra. En brófin má geyma, forSa þeim viS eldi og glötun. En enginn forSar þeim viS dauSanum, er enn muna Jón SigurSsson. Alt af má fara upp á Landsbókasaín og biðja bókaverði um bréf hans, lesa þau þar og kanna, gera um þau athuganir og draga af þeim ályktanir. En engir fara ofan í grafirnir aS leita fróSleiks af framliSnum nó grafa þá upp í því skyni. Nú eru 30 ár liSin síðan Jón lézt. Þeir eru því allir hnignir á efra aldur, er haft hafa kynni af honum. Og þó aS eg hvorki spái né óski neinum þeirra feigSar, verS eg að geta þess aS hyggilegra er aS hafa hraSann á, ef endurminningar þeirra um Jón eiga ekki aS t/nast sögunni aS meira eSa minna leyti. Og bezt er, aS þeir segi sjálfir frá þeim, færi þær sjálfir í letur. ÞaS er hætt viS, aS munnlegar frásagnir skælist og aflagist, er þær fara manna í milli, blandist og óhreinkist æ meir, því lengri sem leiSin er frá upptökum þeirra á pappírinn. Enn eru margir Islendingar lífs, er frá mörgu kunna að segja um þingskörung vorn, er þeir heyrSu, sáu og tóku sjálfir eftir. Steingrímur rektor Thorsteinsson var honum, aS eg ætla, samtíSa hér i Höfn um 20 ár og honum handgenginn. Fyrir mörgum ár- um heyrði eg Björn Ólsen segja, aS ljúfustu endurminningar sínar frá háskóladvöl sinni væri um þær stundir, er hann hefSi veriS gestkomandi á heimili hans. Eiríkur Magnússon, meistari í Kam- bryggju, átti mikil brófaviSskifti við hann1) og hafSi veriS mikill vinur hans. Þeir frændur hans, Jón Jensson og Þorlákur Johnsen, voru honum gagnkunnugir. Nú er það tillaga mín aS stjórn bókmentafólagsins eSa landsjórnin með væntan- legu samþykki alþingis eSa einhver bóksali meS væntanlegum alþingisstyrk sjái um og standi straum af útgáfu minningarrits um Jón, *) Hvar ætli hréf Jóns til Gnðbrands Yigfússonar séu niðurkomin? 12

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.