Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 85

Skírnir - 01.04.1910, Side 85
Til minningar Jóni Sigurðssyni. 181 sæma þá nafnbótum og tignarmerkjum. Og það flýtur enginn á legubekk ofan eftir lognmóðu lífsins, er vinnur þeim. Hugsjónin segir ekki: »mitt ok er indælt og mín byrði létt«, heldur hitt: »hver sem vill fylgja mór, afneiti sjálfum sór, taki sinn kross á sig og fylgi mór eftir«. Þótt Jón lóti ekki lífið fyrir hugsjón sína og væri ekki varpað í fangelsi sakir hennar, lót hann hvorki upp- hefð, fe nó önnur veraldargæði lokka sig til ótrúnaðar við hana, þótt hann ætti þess kost. »Eg er vanur fátækt«, skrifar hann Halldóri Friðrikssyni, þegar hann var á sjötugsaldri og hætti við að sækja um rektorsembættið. Þeir skilja, hvað hór er sagt, er fátæktina hafa reynt. Það er enn ómetið og verður víst aldrei fullmetið hvílíkt gagn hann vann íslendingum með baráttu sinni. Þó er hitt líklega meira virði, að slíkur maður er vitni þess, að kraftar búa í þjóð vorri, svo að ekki er ástæða til að örvænta. Og það má ekki henda oss, að vór spörum fó eða fyrirhöfn, svo að meira eða minna færi forgörðum af þeim efnivið, er enn er til f sögu hans. Svo kvað Gísli Brynjólfsson eitt sinn : „Og við íslands allar siðan aldir bnndið nafn þitt skal, meðan Háva haukur svartur hlakkar yfir blóðgum val eða fálkinn flýgur bjartur fannhvitan um jökuldal“. Sigurður Guðmundsson.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.