Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 86

Skírnir - 01.04.1910, Side 86
Ritfregnir. Herrmann, Paul: Island in vergangenheit und gegenwart. Reiseerinnerungen. III. Leipzig. Engelniann. 1910. Það er óþarfi að fjölirða mjög um þennan þriðja part af bók Herrmanns um Island, því að Skírnir hefur áður getið um firri tvo partana (81. ár, 1907, á 273.—275. bls.), og er þessi príddur öll- um hinum sömu kostum og hinir firri. Einkum og sjer í lagi ber hann vott um, hvert ástfóstur höf. liefur lagt við land vort og þjóð. Þetta l/sir sjer í hverri línu bókarinnar, en eigi síst í hinu snotra kvæði, sem stendur fremst í bókinni. Þar segir höf. meðal aunars: Das land ist iveder reich noch gross, doch wer es kennt, es liebt. Þ. e. »landið er hvorki auðugt nje stórt, enu hver sem þekkir það, ann því«. A 36. bls. er annað dæmi. Þegar höfundurinn nálgast Reikjavík frá sjónum, en þar hafði hann first stigið fæti á land árið 1904, þá finst honum, segir hann, sem hann sjái aftur ást- kærar og sjer hjartgrónar stöðvar eftir langa fjarveru, »hjer þreitti jeg mitt firsta skeið fyrir fjórum árum, hjer varð jeg first ósjálf- rátt gagntekinn af hinu uudursamiega, hulda töframagni sögu- landsins«. Þessi partur lísir ferð höf. um Island árið 1908, first í kring um landið sjóveg með ströndum fram, fra Djúpavogi til Reikjavíkur, síðan landveg um allan vesturhelmiug landsins: frá Reikjavík um Þingvöll upp í Surtshelli, þá um Mírasíslu og Hnappadalssíslu, kring um alt Snæfelsnes, um Dali vestur í Þorskafjörð og þaðan norður í Steingrímsfjörð, þá inn með Húnaflóa að vestan um Strandasíslu, þá um Húnavatnssíslu og Skagafjarðarsíslu, þaðan suður Kjalveg að Skálholti og um Arnessislu og Gullbringusíslu ist út á Reikjanes, og loks aftur til Reikjavíkur. Bókin er mjög skemtileg aflestrar, því að höf. hefur opin augu og næman skiln-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.