Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 88

Skírnir - 01.04.1910, Side 88
184 Ritfregnir. syni og þekkingu, og veltir þeim á ymsar hliSar, svo að hverjum er innan handar að dæma sjálfur. Kverið er því hin bezta leið- beining fyrir kennara og aðra, er fræðast vilja um þetta efni, hverri' stafsetningu sem þeir svo vilja fylgja, og á höf. hlýjar þakkir skilið fyrir verkið. B. B. Jónas Guðlaugsson: Dagsbrún. Söngvar og kvæði. Rvik.. 1909. Kostnaðarm. Sig. Ki-istjánsson. Jónas Guðlaugsson er eitthvert yngsta skáldið okkar, liðlega tvítugur. Dagsbrún hans ber þess vott, að hann hefur þegar náð traustum tökum á gígjunni og að mikils má af honum vænta þeg- ar stuudir líða. Hljómarnir eru hreinir, mjúkir og sannir — runn- ir inst úr hans e i g i n sál — djúptækir eru þeir að vísu ekki né magni þrungnir og megintíri, en þó þannig vaxnir, að þeir boða sól í sali er skáldinu eykst eðlilegur þroski með árum. Þau kvæði eru eigi allfá í bókinni, er vekja með réttu þessar vonir. Veigaminstur er I. kaflinn. Jónasi virðist eigi láta vel að yrkja hvataljóð og heimsádeilur; honum hættir þar til glamurs og stór- yrða, en skortir eldmóð og umfram alt hnittni. Aftur á móti er hann litglöggur og léttur á penslinum, er hann bregður upp blæmyndum af náttúrunni eða skapbiigðum sjálfs sín. Dæmi þess eru ýms kvæði í II., IV. og V. kaflanum, t. d. Nótt á hafinu, Erfiðar götur, Eg veit, Bergnuminn o. fl. — Jónasi er mikið í hug um framtíð lands og þjóðar. Norðrið er honum aflbrunnur andans, þaðan er endurnýungin á að koma. Sú hugsun kemur skýrast fram í kvæðinu »Einbúinn«, sem mór virðist fegursta og veigamesta kvæðið í bókinni: Á Islands nyrzta ögri, Einmana eins og landið, úti við norðurpól, alvarlegur og grár, hrimfjallahöfðinginn situr með aðalssvipinn 4 enni á hamranna veldisstóli. og ískórónu um hár. Hann hirðir eigi um leik ægisdætra við fætur sór nó bljúg ástar- atlot hinnar suðrænu sólar, er vakir af ástarþrá um vorlangar nætur. Hann horfir mót norðri og hlustar hljóður: Völvurnar vitrar þvi spáðu, hann veit eftir þúsund ár: Kongsdóttir kemur að norðan og kyssir hans silfurhár. B. B

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.