Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 89

Skírnir - 01.04.1910, Side 89
Ritfregnir. 18» Sig. Júl. Jóhannesson: Kvistir, Kostnaðarmaðui- Jólu Jóliannesson, Rvík, 1910, Höf. þessa ljóðasafn er ungur lœknir í Ameríku. Áður hefir birst eftir hann lítill ljóðabæklingur, en öll eru þau kvæði — eða vel flest — tekin upp í þetta safn. — Oneitanlega kennir margra kurla í þessum »Kvistum« Sigurðar, enda eru yrkisefnin margs konar. Honum hættir stundum til þess að leiða menn i hægðum sínum hversdagslegar brautir, án þess að bregða nokkurri nýstár- legri eða heillandi birtu yfir sviðið. Þau kvæðin eru of mörg, sem skortir eld og skerpu, og er það illa farið, því að þau draga skugga á eftir sór yfir önnur, sem eiga betra föruneyti skilið, — og þau eru ekki allfá. Yfirleitt má segja um þetta ljóðasafn að það só ekki svipmikið, en yfirbragðsþýtt og ekki ólíklegt til vin- sælda. í>að ber vott um mannúðarþel höfundarins, drengilegan hugsunarhátt og þjóðrækni. En máli og kveðandi er allvíða ábóta- vant. — Aftan við safnið eru tvö æfintýri í draumgervi, annað um himnaríki, en hitt um spillingu íslenzkrar tungu og þjóðernis í Reykjavík. — Frágangur frá útg. hendi er hinn vandaðasti. Fram- an við bókina er mynd höf. B. B. Tímarit kaupfélaga og samvinnufélaga, III, árg. 8. h.r IV. árg. 1. h. Ritstjóri: Sigurður Jónsson, Tímarit þetta er mesta nytsemdar- og fróðleiksrit. Það flytur fjölda velsaminna hagfræðisritgerða og verzlunartíðinda, sem varða alla þá, er nokkuð hirða um verzlunar og atvinnu þrifnað landsins, jafnt bændur sem kaupmenn. í þessum heftum er t. d. ágæt hug- vekja um vöruvöndun eftir ritstjórann, Sigurð bónda á Yztafelli, og »Pistlar« um kaupfélagsskap og samvinnu eftir Jón Jónsson Gauta, ritaðir af fjöri og þekkingu. Ritið á það skilið, að því sé meiri gaumur gefinn en raun hefir á orðið til þessa. B. B.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.