Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 90

Skírnir - 01.04.1910, Side 90
Frá útlöndum. Þingrof og stjórnarskifti í Danmörku. I 4. hefti Skírnis síðastl. ár var sagt frá því, er Zahle mynd- aði nýtt ráðaneyti úr radíkala flokknum. Sá flokkur var þá fá- mennastur af 5 flokkum þingsins, en naut stuðnings jafnaðarmanna- flokksins. Báðir þeir flokkar til samans réðu þó eigi yfir nema 44 atkv. í Fólksþinginu af 114, en þeir steyptu fyrverandi stjórn með fylgi hægri manna. Nú var þingi slitið í Danmörku um miðjan apríl. Síðan var það rofið og nýjar kosningar fyrirskipaðar 20. maí. Stjórnarmenn og jafnaðarmenn gerðu með sér algert kosningabandalag, buðu hvergi fram þingmannaefni hvorir gegn öðrum, en skiftu innbyrðis milii sín kjördæmunum. Milli hinna þriggja þingflokkanna, endur- bótaflokksins, miðlunarmanna og hægrimanna, var einnig kosninga- bandalag. Það, sem skildi við kosningarnar, var fyrst og fremst víggirðingamálið, eins og við kosningarnar, sem fóru fram 25. maí síðastl. ár. Andófsflokkar stjórnarinnar sögðu baráttuna snúast um það, hvort jafnaðarmenn ættu að stjórna landinu eða ekki. Ef stjórnarflokkarnir sigruðu við kostiingarnar, þá yrðu það jafnaðar- menn, sem völdin hreptu. Frá því að kosningarnar fóru fram 25. maí í fyrra, hafa þris- var orðið stjórnarskifti í Danmörku. Neergaard tók við stjórninni eftir kosningarnar, síðan Holstein Hleiðruborgargreifi og loks Zahle. Flokkarnjr voru 5 í þinginu. Endurbótaflokkurinn var fjölmenn- astur og hafði þó ekki nema 27 atkv.; þar næstir voru jafnaðar- menn með 24 atkv., miðlunarmenn (Neergaardsliðar) með 22, hægri- menn með 21 og stjórnarmenn, radikali flokkurinn, með 20. Þrjá flokka þurfti til þess að mynda meiri hluta í þinginu. Kosningarnar voru sóttar með miklu kappi frá beggja hálfu. Hafa þingkosningar, að því er dönsk blöð segja, aldrei verið jafn- vel sóttar í Danmörku. En úrslitin urðu þau, að stjórnarflokkarn-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.