Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 91

Skírnir - 01.04.1910, Side 91
Frá útlöndum. 187 ír lutu í lægra haldi. Þeir voru í minni hluta fyrir, eins og áður segir, og unnu ekkert við kosningarnar. Eftir þær er flokkaskift- ingin þessi: Endurbótaflokkurinn hefir 36 þingsæti, miðlunarmenn 21, hægrimenn 13, jafnaðarmenn 24 og radikali flokkurinn (stjórn- arflokkurinn) 20. Stjórnarflokkarnir standa alveg í stað. En inn- an hinna flokkanna þriggja, sem móti stjórninni börðust, verður sú breyting, að endurbótaflokkurinn (I. C. Christensens flokkurinn) eflist mjög á kostnað hægrimanna. Endurbótaflokkurinn og miðl- unarflokkurinn mega nú heita einn flokkur, og hefir sá flokkur þá róttan helming þingsætanna og er því sjálfsagður til að taka nú við stjórninni, einkum þar sem hægri menn fylgja honum að mál- um, fremur en hinum, og hafa veitt honum stuðning við kosn- ingarnar. Zahle beiddist þegar eftir kosningaósigurinn lausnar fyrir ráða- neyti sitt, en konungur fékk það til að gegna stjórnarstörfum þar til þing yrði kvatt saman, en það á að verða í byrjun júlímánaðar. Svo stóð á, er kosningar fóru fram, að þá var ríkisróttarmálið, er höfðað hafði verið móti þeim I. C. Christensen og Sig. Berg, fyr- verandi ráðherrum, út af Albertímálinu, ekki útkljáð, en dótnur átti að falla í því í júní. Var öllu frestað þess vegna, bæði því, að þingið kæmi saman, og svo stjórnarskiftunum. En nú er sá dómur upp kveðinn og var I. C. Christensen algerlega s/knaður, en S. Berg dæmdur í 1000 kr. sekt fyrir slælegt eftirlit, því hann var innanríkisráðherra, er Albertísvikin urðu uppvís. Var það af öllum fyrirfram talið víst, að I. C. Christensen yrði syknaður, og hitt einnig liklegast, að þeir yrðu það báðir. En hvernig ástæður dómsins hljóðn, hefir enn eigi frést. Berg náði eigi endurkosningu til þingsius nú í maí. Af öðrunt kunnum þins’mönnum, er fóltu við kosningarnar, má nefna Ove Rode, stjórnmálaritstjóra aðalmál- gagns Zahlestjórnarinnar í Khöftt, »Politiken«, og Schack kaptein, sem manna mest hefir talað unt íslenzk mál t Fólksþingiuu danska. Weimann verzlunarmálaraðherra náði og eigi kosningu. Nú er það talið líklegt, að það verði I. C. Cbristensen, sem myndi hið nýja ráðatieyti, er þingið kemur saman. Að minsta kosti er það víst, að hano er sá maður, sem mestu ræður um dönsk stjórnmál nú á næstu árunt. Konungaskifti á Englandi. Játvarður VII. Englandskonungur audaðist kvöldið 6. maí, eft- ir stutta legu. Hann hafði verið á ferð suður á meginlandinu,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.