Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 93

Skírnir - 01.04.1910, Side 93
Frá útlöndnm. 189 arsamkomulag var jafnan milli hennar og stjórnmálaflokkanna, sem skiftust á um völdin, hvor þeirra sem við styrið sat, og sama hefir verið að segja um Játvarð konung, enda sagði hann svo 1 ræðu sinni, er hann tók við konungdóminum, að þá leið mundi hann gera sór alt far um að feta í hennar fótspor, og væri það fastur ásetningur sinn, að vera þiugbundinn stjórnari í orðsins ströngustu merkingu. Það er sagt, að hann hafi haft sórlegar mætur á Gladstone gamla og oft verið gestur hans. Eftir að Játvarður konungur kom til ríkis, var hann oft á ferðalagi og heimsótti konunga og þjóðhöfðingja annara ríkja. Var svo sagt, að á þeim ferðum væri hatin ríki sínu þarfur maður og hefði mikil áhrif á stjórnmálaviðskifti Englands út á við. Hann var friðarvinur, og stjórnarár hans eru friðartími fyrir England út á við. Búastríðinu var lokið um það leyti sem hann tók við völd- um, og svo vel hefir stjórn Englands farið að þar syðra eftir strfðið, að öll sundurþykkja þar er nú svæfð, og að engu orðin. Helztu menn Búa frá ófriðarárunum voru settir til vegs og valda, þegar friður var kominn á, og urðu þeir Englendingum vinveittir og hóldu vel allar sættir, en England lagði fram stórfé til þess að bæta úr böli því, sem stríðið hafði valdið. Nú hafa öll nýlendu- ríki Englendinga í Suður-Afríku myndað bandaríki innbyrðis. Það samband hefir verið í undirbúningi síðustu tvö árin og var full- myndað og sett á laggir nú < vor. Herbert Gladstone, sonur gamla Gladstones yfirráðherra, er nú nýorðinn þar landstjóri Eng- lendinga, en Louís Botha, yfirhershöfðingi Búa frá síðari ófriðarár- unum, myndaði fyrsta sambandsráðaneytið og er þar nú yfirráð- herra. Löndin hafa telflið miklum framförum síðan ófriðnum sleit, og þar er nú hið bezta samkomulag milli þjóðflokkanna. Á stjórnarárum Játvarðar konungs hefir vináttusamband mynd- ast milli Frakka og Englendinga, en þar var áður kalt á milli, og Japanir og Englendingar hafa gert með sór bandalagssamninga. En milli Þjóðverja og Englendinga hafa á slðustu árum verið svo miklar viðsjár, að haldið hefir verið þá og þegar að úr yrði str/ð. En sagt er, að Játvarður konungur hafi gert sitt til að halda friðn- um uppi, og eru menn hræddari um það eftir dauða hans en áður, að ófriður verði ekki heftur milli þeirra ríkja. Um hinn nýja konung Englendinga er fátt. að segja; hatin hefir lítið komið fram opinberlega og er líkt þektur. Drotning hans heitir Mary, prinsessa frá Teck. Elsti sonur þeirra, sem nú

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.