Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. Fréttir Fiskmarkaður Norðurlands: „Þýðir ekki að streða við þetta að óbreyttum aðstæðum“ - segir Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fullyrða má að til tíðinda kunni að draga á aðalfundi Fiskmarkaðar Norðurlands sem haldinn veröur í næsta mánuði. Ástæðan ér sú aö sáralitíll fiskur hefur borist tíi markaðarins og sem dæmi um það má nefna að frá áramótum hafa ekki nema um 135 tonn verið boðin þar upp sem er svipað og markað- imir á suðvesturhorninu selja á einum degi. „Það verður aðalfundarins að ákveða um framhaldið, það þýðir ekki að streða við þetta að óbreytt- um aðstæðum," sagði Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Norðurlands, í sam- tali við DV. „Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa þegar þeir ákváðu að taka þátt í stofnun markaðarins á sínum tíma, a.m.k. hafa stórir hluthafar ekki sýnt minnsta áhuga á að selja fisk í gegnum markaðinn þótt þeir hafi haft svo mikinn fisk að erfitt hafi verið að vinna hann. Það vant- ar ekki kaupendur ef við fáum afla tíl sölu, máUð er bara það að fram- boðið er nánast ekkert." Bátar frá Grenivík hafa lengst af haldið starfsemi fiskmarkaðarins gangandi. Nú eru þeir hins vegar famir suöur tíl Breiðafjarðar og leggja þar upp. Þetta hefur orðið til þess að starfsemi Fiskmarkaðar Norðurlands hefur svo gott sem legið niðri að undanfomu og í mars hefur ekkert verið selt þar nema nokkur kíló af ýsu. Sykurmolar „Erum að ná frægðar- stigi Garðars Hólm ytra“ -segir Einar Öm Benediktsson Hljómsveitin Sykurmolarnir, sem Bretum er að góðu kunn, mun halda tónleika á Hótel íslandi í kvöld. Þetta verða fyrstu tónleikar Sykurmol- anna hér á landi í nærfellt ljóra mánuði en þeir halda brátt utan í tónleikaferð og óvíst hvort þeim gefst nokkurt tóm tfi tónleikahalds hér- lendis fyrr en næsta haust. Á tónleikunum, sem haldnir verða í minningu skemmtíkraftsins Divine sem lést fyrir skömmu, munu Sykur- molamir kynna efni af nýrri breið- skífu sveitarinnar, Life’s too good, en hún kemur út þann 25. mars næst- komandi. DV hitti Einar Örn Benediktsson söngvara Sykurmolanna að máli og ræddi stuttlega viö hann um heims- frægð heima og heiman: Mikið efni væntanlegt „Við munum fylgja eftír breiðskíf- unni með útgáfu á öðru efni. Útgáfu- pjanið er á þá leið að 4. apríl kemur út smáskífan Deus, en siðan kemur út efni í hverri viku, tólf tomma, geisladiskur, DAT kassetta, breið- skífa í takmörkuðu upplagi, tíl 9. maí, og 11. maí byrjum viö á tónleika- ferðalagi. Við fórum til Bretlands, komum við í Pink Pop í Hollandi, síðan viku frí. Þá verður farið tíl Bandaríkjanna og þaðan aftur til Evrópu, en við munum fara á Hróarskelduhátíðina, en þangað fór Kuklið á sínum tíma. Þá verður farið tíl Búdapest, næstu þrír mánuðir eru sumsé hljómleikar vítt og breitt um allan heim.“ „Ennþá álitin alltof skrýtin“ Það hefur vakið athygli margra að lög Sykurmolanna eru nánast aldrei spiluð í íslenskum útvarpsstöðvum. DV spurði Einar hvort hann kynni nokkra skýringu á þessu fálætí: „Æth við séum ekki ennþá áhtín alltof skrýtin til þess, en þetta breyt- ist kannski með útkomu stóru plötunnar því á henni eru popplög. Þetta eru allt popplög, en viö syngj- um náttúrulega ekki neina æ lov jú texta, ég elska þig svo mikið að ég gæti bitið þig í spikið. Það er kannski skýringin. „Mikil vinna í þessu“ „Fólk trúir því ekki, en það er ægi- lega mikil vinna í þessu. Við gerum þetta hins vegar af því að við höfum gaman af því, annars gerðum við þetta ekki. Samningamáhn eru að skýrast. það erú búnar að vera miklar spekúlasj- ónir í gangi, WEA voru heitír á tímabili, en kólnuðu síðan all skyndi- lega. Ég á hins vegar von á því að þetta verði gengið í gegn innan tíu daga, eða eins og segir í stefnuskrá fyrirtækisins sem rekur hljómsveit- ina Sykurmolana: Að sigra heiminn eða deyja ella. -PLP Einar örn Benediktsson söngvari Sykurmolanna. DV mynd KAE Tæplega 20 hljóöfæraleikarar ganga til liðs við Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum i Háskólabíói í kvöld. Ástæðan er sú að eitt verkanna sem hljómsveitin flytur, sinfónía nr. 3 eftir Lutoslawski, krefst mun fleiri hljóð- færaleikara en Sinfóníuhljómsveitin hefur innan sinna raða en með þessari viðbót verða um 90 manns í hijómsveitinni. Flestir nýliðanna hafa nýlokið eða eru að Ijúka tónlistarnámi. í siðustu viku tóku þeir inngöngupróf i hljóm- sveitina en nokkrir hafa leikið með henni áður. DV-mynd KAE/-JBj Að fiækka fvystíhúsum úr 100 í 15 Hugmyndin erfráleit -segir formaöur Samtaka fískvinnslustöðva • „Hafi Guöjón B. Ölafsson sagt myndi hafa,“ sagði Amar. þetta, tel ég hugmyndina vera frá- Hánn yar spurður hvort hann leita, raunar alveg út úr kortinu. teldi vera of(járfestingu í íslenskri Ef menn ætla að halda uppi byggö fiskvinnslu? allt í kringum landið, fækka menn „Þaö hefur ekki mikil íjárfestíng ekki frystihúsum á íslandi niður í átt sér stað í vinnslunni á síðustu 15, það ætti hveijum manni að vera árum. Aöalíjárfestíngin á síðustu 2 ijóst,“sagðiAmarSigurmundsson, árum hefur átt sér stað í útgerð. formaöur Samtaka fiskvinnslu- Auðvitað hafa menn verið að hag- stöðva, í samtali við DV um þá ræða hjá sér á undanfómum árum hugmynd sem Guðjón B. Ólafsson, og keypt til þess ýmis tæki, en það forstjóri Sambandsins, hefur sett hefur ekki bæst mikiö við af nýjum framumaöfækkaeigifrystihúsum frystihúsum. Eina húsiö sem er úr 100 niöur í 15 á íslandi. alveg nýtt er á Raufarhöfii og kom Arnar sagði aö sér þætti það með í staö mjög gamals húss þar,“ sagöi ólíkindum að hugmynd á borö viö Amar. þessa skuli koma frá forystumanni Hann var þá spuröur hvort hann Samvinnuhreyfingarinnar, sem teldi frystíhús í landinu vannýtt, hefði það á stefnuskrá sinni að þar sem á flestum stöðum er ekki byggðin dreifist um landið. um vaktávinnu aö ræða? „Ef menn ætla aftur á móti að „Menn hljóta auðvitaö að stefna falla frá byggðastefnunni þá getur aö því í framtíðinni aö fara meira svonakenningáttréttásér.annars út í vaktavinnu en nú er og nýta ekki. Um allt land standa myndar- þannig húsin og tækin betur. Þetta leg frystihús og myndarleg útgerð er aóeins að byrja og ég hef trú á sem halda uppi atvinnu hverf á sín- því að þetta muni koma í vaxandi umstaö.Efþeimyrðifækkaðniöur mæh í framtíðinni,“ sagði Amar í 15 erum viö aö tala um 2 tíl 3 Sigurmundsson. frystihús í hverjum landshluta og -S.dór allir sjá hvaða afleiðingar það Ferskfísksútflutningur til Þýskalands stöðvaður: Stoppið hefði mátt vera lengra en þetta -segir ióhannes Kristinsson framkvæmdastjóri Gámavina sf. í Vestmannaeyjum „Þau tvö ár sem við höfum feng- ist viö útflutning á ferskum fiski S gámum til Þýskalands hefur verðiö alltaf hrunið um 'og eftír páska. Þess vegna er ég mjög hlynntur því að stöðva útflutninginn nú og stoppiö hefði mátt vera lengra en til 11. apríl,“ sagði Jóhannes Krist- insson framkvæmdastjóri Gáma- vina sf. í Vestmannaeyjum. Tilefnið var að utanríkisráðuney- tið hefur ákveðið að stöðva leyfi- sveitíngar til útflutnings á gámafiski til Þýskalands frá 18. mars til 11. apríl. í tilkynningu utanríkisráðuneyt- isins vegna þessarar stöðvunar er vísað til bókunar númer 6 við frí- verslunarsamning íslands og Efnahagsbandalagsins frá 22. júlí 1972 þar sem kveðið er á um að við innflutning tií ríkja bandalagsins á kældum eða frystum fiski skuli gilda það viðmiðunarverð sem Efnahagsbandalagið ákveöur. Talið er fullvíst að um offramboð á fiski verði á þýska markaðnum þegar fóstunni lýkur og því er þessi stöðvun sett á. Það vekur athygli að ekki er tekið fram að togarar megi ekki sigla með ferskfisk. Jóhannes Kristinsson sagði að ekkert hefði verið rætt við Gáma- vini sf. í Vestmannaeyjum vegna þessa máls og þættí sér það miður, þótt hann væri sammála gjöm- ingnum. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.