Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. 17 Lesendur Það virðist ekki bitið úr nálinni vegna reglna um sætisbeiti. Hárgreiðslustofan Klapparstíg . . Pantanasími 13010 Litakynning. ^ Permanettkynning. >4^ Strípukynning. Rakarastofan Klapparstíg Pantanasími 12725 SKIPASKRÁIN 1988 og skrá yfir opna báta 1988 er komin út. Skrárnar fást hjá Siglingamálastofnun ríkisins, sími 25844, og umboðskrifstofum ísafirði, Akureyri og Fáskrúðs- firði. Póstsendum. Siglingamálastofnun ríkisins. Farþegi í leigubfl: Lítil saga um sætisbelti G. Br. hringdi: Vegna þessara nýju reglna um sæt- isbeltaskyldu í bifreiðum og ljósa- tíma þeirra allan sólarhringinn hefur margt spaugilegt skeð og skal þá ekki minnst á alla þá sem eru að reyna að komast hjá að hlíta þessum fáránlegu reglum. Ég hringdi á leigubílastöð nú fyrir stuttu og þurfti að fara svo að segja borgina á enda, neðan úr miðborg- inni og austur í Höfðabakka. Þegar ég kem út að leigubílnum spyr bíl- stjórinn mig að því hvort ég sé ein á ferð. Ég játti því og gekk síðan aftur fyrir bílinn og ætlaði inn að framan eins og ég oftast hef gert þegar ég sit í leiguþíl. En um leið og ég opna hurðina seg- ir bílstjórinn, rétt si svona, og alveg orðrétt: Er þér ekki sama þótt þú sitj- ir aftur í?“ - Ég svaraði að bragði og sagði að það væri jú allt í lagi. Þegar ég var svo sest og bíllinn farinn af stað spurði ég bílstjórann um ástæð- una fyrir því að hann bað mig að vera aftur í en ekki fram í. Þá koma þetta gullvæga svar, kannski ekki alveg orðrétt, en uppi- staðan var þessi: Ég hef svo slæma reynslu af þessu með sætisbeltin, far- þegar eiga það til að draga beltin of langt út og skilja þannig við þau að þegar þeir skella hurðinni þá verða beltin stundum á milli og ég er orð- inn ansi pirraður á að vera sífellt að laga þau eftir fólk! Nú, mér var svo sem alveg sama þótt ég sæti aftur í enda hefði ég ekki spennt beltið á mig í leigubifreiðinni úr því að ökumaðurinn sjálfur þarf ekki að spenna það. - Það þarf nátt- úrlega ekki að taka það fram að þessi umræddi leigubílstjóri notaði ekki belti. Og skil ég hann mæta vel úr því hann hefur löggilta undanþágu. - Og nú hef ég sjálf sótt um undan- þágu frá notkun sætisbelta vegna óbærilegrar innilokunarkenndar er ég nota þau. AKAI myndbandstæki stolið Selma hringdi: Það gerðist í húsi við Hofteig fyrir nokkrum dögum, að þjófur dirkaði upp glugga á jarðhæð húss nokkurs í götunni og fór síðan inn og tók með sér myndbandstæki af AKAI-gerð. í tækinu var spóla sem var föst í því og þarf viðkomandi sennilega að láta fara fram viðgerð á tækinu áður en hann tekur til við notkun þess. Að sjálfsögðu hefur lögreglu verið tilkynnt um þjófnaðinn en ekki hefur rannsókn boriö árangur enn. Ég tók einnig til minna ráða og ætlaði að hringja í viðgerðarverkstæði sem gera við svona hluti til að vara við. En þegar ég komst að því hve mörg slík verkstæði eru gafst ég upp og hugkvæmdist að leita ásjár hjá ykk- ur á lesendasíðu DV sem ég geri hér með. Myndband, líkt því sem lýst er eftir. Ég vil því þiðja alla sem verða óvænt varir við AKAI myndbands- tæki, sem þeir ekki kannast við, eða þá sem eru beðnir að gera við tæki sem líkt gæti staðið á fyrir og áður getur að láta við um það, annað hvort til lögreglu eða hringja í síma 77067. BLÓMA- OG GJAFAVÖRUVERSLUN TIL SÖLU - staðsett í verslanamiðstöð, sérstakt tækifæri, góð greiðslukjör, góður lager. Tilboð sendist DV fyrir 24. mars, merkt Blóm og gjafavörur. HITAVEITA SUÐURNESJA ÚTBOÐ Hitaveita Suöurnesja óskar eftir tilboðum í stálmöst- ur (vinnu og efni) í háspennulínu milli Svartsengis og Njarðvíkur. Heildarstálþungi er um 100 tonn. Útboðsgögn, „Steel Masts of Square Tubes", eru afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, og hjá Línuhönnun h/f, Ármúla 11, (eftir 21.3. að Suðurlandsbraut 4) Reykjavík, gegn 5.000 króna skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Línuhönnunar h/f, Suður- landsbraut 4, 108 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 föstudag- inn 15. apríl nk. en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska: Hitaveita Suðurnesja Nú stenduryfir málverkasýn- ingSigurðar Örlygssonar á Kjarvalsstöð- umenhún hefur vakið at- hygli fyrir ýmissa hluta sakir. í DV á morgun segir Sigurður frá sýningunni og verkum sín- um. Ný útvarpsstöð hefur tilrauna- sendingar á morgun en það er útvarpsstöð- in Bros sem níu unglingar á höf- uðborgarsvæð- inu standa að. Ætlun krak- kanna er sú að senda óslitið út i heilan sólar- hring. Við segjum frá þessari nýju út- varpsstöð i DV á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.