Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. Fermingargjafa er fyrst getið í heimildum um miðja síðustu öld. Bömin voru fermd á vorin og stöku sinnum á haustin. í fermingar- veisluna var boðið nánustu skyld- mennum og kunningjum fermingarbarnsins og foreldra þess. Fermingargjafir gáfu flestir sem á annað borð höíðu einhver ráð á því. Voru það peningar eða munir sém komu barninu að ein- hverju gagni. Fjórir undirkjólar Hnakkur og beish þóttu mikil og góð gjöf en ekki var á færi annarra en þeirra efnuðustu að veita börn- um sínum þann munað. Aðrir gáfu lamb og fóðruðu það jafnvel fyrsta árið fyrir fermingarbarnið. Peysu- fataskraut þótti góð framtíðareign fyrir stúlkurnar og því gott að fá það. Bíblíur, sálmabækur og trúar- rit þóttu og góðar gjafir. Tæplega sextug kona tjáði DV að hún hefði ferigið í fermingargjöf úr, fjóra undirkjóla, náttkjól, eyrnalokka, hring, bibUuna í myndum og eitt- hvað af peningum. Á þeim tíma þóttu þetta gríðarlegar fermingar- gjafir. Sjöundi SJ. Bjami Már Bjarnason og Kjartan S. Magnússon óskuðu sér þess að fá einhverjar „flottar græjur" á fermingar- daginn. Elínu Rós Sveindóttur langaði mest að fá utanlands- ferð, helst ferð um Evrópu, en stalla hennar, Linda Kristín Kjartansdóttir, vildi fara til Spánar. Fyrstu hljómflutningstækin Fyrir tveimur áratugum var skatthol óhemjuvinsæl fermingar- gjöf og nánast aUar stúlkur sem fengu það, sömuleiðis úr og voru þau yfirleitt gefm af foreldrunum. Tímamir breyttust og segulbands- tæki komu til sögunnar og þóttu eitt af því besta sem hægt var að fá. Fyrir sex árum eða svo þótti mjög gott að fá hljómtækjasam- stæðu í fermingargjöf en það voru hins vegar fáir sem hlotnaðist það hnoss. En í dag er þetta orðin ein vinsælasta fermingargjöfin, hefur leyst gamla, góða úrið af hólmi sem gjöf foreldranna til bamsins. * Fermingargjaflr hafa allar götur verið háðar tísku og tíðaranda þjóðfélagsins svo og efnahag for- eldra og vandamanna fermingar- barnsins. DV hitti nokkra krakka að máU í 7. SJ í Austurbæjarskóla og forvitnaðist um hvað væri á óskalistanum í ár. Óskimar em ekki svo litlar en það skal tekið fram að fyrst og fremst var verið að forvitnast um stærstu gjafirnar. Utan skal haldið í fyrsta sæti var að eignast hljóm- flutningstæki, samstæðu með geislaspilara. Utanlandsferðir voru og mjög vinsælar og var að heyra að mörg þeirra hygðust halda utan að lokinni fermingunni og var hug- myndin ýmist sú að fara í sólar- landaferðir eða Evrópureisur og einn dreymdi um að fara til Amer- íku. Sjónvörp vom og á óskalistanum svo og afruglarar. „Það er svo gott að geta legið uppi í rúminu sínu og horft á sjónvarpið," sagði ein stelpan í hópnum þegar hún var spurð að því hvers vegna hún vildi sjónvarp. Engar bækur, takk Húsgögn voru einnig á óskalist- anum, skrifborð og stóll, rúm, hægindastólar, lampar og smá- borð. Svo komu hlutir eins og skíðaútbúnaður, myndavélar, tölv- ur, svefnpokar og fleira, ein stúlk- an vildi til að mynda fá einhverja „flotta eyrnalokka" og einn strák- urinn vildi eignast „töfl" úr og aðra dömu dreymdi um að eignast leð- uijakka. Hlutir sem ekki voru á óskalistanum voru orðabækur, því eins og einn í hópnum orðaði það: „Þær eru til heima og þar getur maður flett upp í þeim.“ Sömu sög- una var aö segja um alfræðibækur af ýmsu tagi, þær áttu ekki upp á pallborðið. Vasatölvur voru heldur ekki á óskalistanum; í dag eiga all- ir unglingar slík tæki. í slíkar gjafir. Siunir keyptu hljóm- tæki af fullkomnustu gerð á meðan aðrir hugsuðu sem svo að þetta væru fyrstu hljómtækin sem krakkarnir eignuðust og þeim væri því ekki ætlað að endast nema í fimm til sex ár. Þegar spurt var hvort algengt væri að foreldrar keyptu geislaspilara var svarið að um helmingurinn gerði slíkt og það væri garanterað að geislaspilarinn fylgdi með í kaupunum kæmu krakkarnir að velja tækin með for- eldrunum. Sjónvarpið Sjónvörp verða æ algengari ferm- ingargjöf og kemur þar margt tíl. Ekki þarf lengur að borga af neiha einu sjónvarpstæki á heimili. Sjón- varpsrásirnar eru orðnar tvær í stað einnar áður og svo eru foreldr- ar famir að líta til þess tíma er skólasjónvarp verður að veruleika hér á landi. Þá sé gott fyrir krakk- ana að hafa aðgang að sjónvarps- tækjum inni í sínu herbergi. DV-myndir Brynjar Gauti Sumarskóli á Englandi Utanlandsferðir eru mjög ofar- lega á vinsældalista fermingar- bamanna. Hringt var í nokkrar ferðaskrifstofur og athugað hvort algengt væri að fermingarbörn fengju utanlandsferð í fermingar- gjöf. Svarið var jákvætt. Algengt mun vera að foreldrar bregði sér í sólarlandaferð með fermingar- barnið eða Evrópureisu. Aðrir keyptu hins vegar sumarnámskeið á málaskóla fyrir krakkana ein- hvers staðar í Evrópu, þó svo England bæri þar ægisþjálm yfir önnur lönd hvað vinsældir varðaði hjá flestum. Svo koma hlutir eins og skíðaút- búnaður, svefnpokar, tölvur, bækur, úr og skartgripir sem tölu- vert mun vera gefið af. Það eru einkum afar og ömmur og nánustu frænkur og frændur sem gefa slíka En öll voru þau sammála um að peningar væm vel þegnir og sumir strákamir í hóppum voru jafnvel að láta sig dreyma um að setja pen- ingana, sem þeir fengju, á verð- tryggðan reikning og kaupa sér bíl þegar þeir hefðu til þess aldur. Geislaspilarinn DV hafði samband við nokkrar verslanir sem selja hljómtæki og kannaði málið hvort mikið væri selt af slíkum tækjum til ferming- argjafa. Svarið var eindregið jákvætt. Það sem vinsælast er aö kaupa em samstæður þar sem allt er innifalið. Þær eru misdýrar, það fer svo eftir efnahag hvers og eins .hvað hann vill borga. Algengt væri að nánasta fjölskyldan slægi saman Magnús Helgason, Hólmar Filipsson riksson vildu helst fá Amstrad tölvu landsferð. og Friðrik Þ. Frið- , græjur og utan- Lisa Kristjánsdóttir, Sigurðardóttir vildu Mjög mismunandi er hversu miklum fjármunum er varið í fermingargjöfma og hér er engin nákvæm verðkönnun á ferðinni, hugmyndin er einungis sú að gefa lauslega mynd af því hvað hlutim- ir kosta. Hægt er að fá hijómtækjasam- stæður allt frá krónum 28 þúsund ef geislaspilaranum er sleppt, hins vegar mun algengt verð á þeim hljómtækjum, sem keypt eru, vera í kringum 50 þúsund krónur að sögn verslunareigenda. Verð á utanlandsferöunum er einnig mjög mismunandi en ekki er óeðlilegt aö ætla að verðið sé um 40.000 krónur fyrir þriggja vikna sólarlandaferð. Verð á enskuskóla í Englandi fer svo aflt eftir þvi hversu lengi er dvalið og hvar en ætla má að sex vikna ferð kosti um frá 90-100 þúsund krónur. Algengast mun vera að ferming- arbömunum séu gefin 14 tommu eða 16 tommu sjónvarpstæki. Það ódýrasta, sem við rákumst á, var á tæpar sautján þúsund krónur, síð- an má fá þau á 22.900 krónur og þaðan af dýrari en yfirleitt era þau tæki, sem valin era til fermingar- gjafa, í ódýrari kantinum. Myndavélar er hægt aö fá frá 2000-3000 krónum. Alsjálfvirk myndavél kostar í kringum 10 þús- und krónur en myndavél og standardlinsa kostar frá 20-25 þús- und krónur. Svefnpokar eru mjög misdýrir, allt eftir þvi hver gæöi þeirra era, en vinsælustu svefnpokamir á markaönum eru svokallaöir fib- erpokar og kosta þeir á bilinu 5000-8000 krónur. Hringar, sem teknir eru til ferm- ingargjafa, kosta í frá 3000-4000 krónur en úr er hægt að fá á bilinu frá 2000 krónum og upp í 10.000 krónur, nema að fólk vilji gefa mun dýrari úr þá getur verðið hlaupið á tugum þúsunda. Skíðaútbúnaöur kostar um 15.000 krónur en eigi skiðagalli að fylgja þá kostar hann 10-12.000 krónur. Orðabækur era mjög misdýrar, tíí að raynda kostar stóra ensk- íslenska orðabókin rúmar 16.000 krónur en skólaútgáfan af sömu bók kostar um 3.200 krónur. ís- lensk oröabók kostar 6.900 krónur en ef fólk vill gefa^ ritsöfii þá er verð þeirra mjög mismunandi, alit frá 3.500 krónum og uppúr. Hér eru fáein dæmi um verö fermingar- gjafa nefnd, að sjálfsögðu er hægt að komast af með miklu minni fjár- muni. Það fer eftir hugmyndaflugi hvers og eins hvaö gefið er og eins eftir hinum harða húsbónda, budd- unni. -J.Mar Kristín Þórarinsdóttir og Kolbrún fá græjur eða utanlandsferðir. hluti. Að vísu mun hafa dregið mjög úr því að gefa skartgripi og úr, það er hætt að vera vertíð í slík- um búðum í kringum fermingam- ar eins og áður var. Tiðarandi Ömmugjafir Ein afgreiðslustúlkan orðaði það svo að það væra helst ömmurnar sem kaupa hringa handa stelpun- um. Myndavélar eru á óskalista margra og mun vera selt nokkuð af slíku. Mjög misjafnt mun vera hversu dýr sá búnaöur er sem keyptur er. Á meðan sumir gefa litlar imbamatik vélar kaupa aðrir myndavélar og linsur sem hlaupa á tugum þúsunda. Svo er bara að sjá til þegar farið verður út í búð og fermingargjöfin valin, það er öragglega hægt að finna einhveija frumlega gjöf sem kostar miklu minna en það sem hér er talið. -J.Mar LíisstQl Fermingargjöfin í ár: Hljómflutningstæki, utan- landsferð eða sjónvarp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.