Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. 23 • Það var hart barist í gærkvöldi í leik Ajax og Young Boys frá Bern. Hér kijást þeir Alain Sutter i liði „ungu drengjanna" og Ronald Spelbos, Ajax, um knöttinn. Sjá frekari úrslit annars staðar á síðunni. Símamynd Reuter r Karfa - NBA í nótt: Kærkominn | sigur hjá Spursi - fýrsti sigurinn í átta leikjum San Antonio Spurs, félag Péturs Guðmundssonar, rétti loks úr kú'tnum í bandarísku atvinnu- mannadeildinni í nótt. Vann Spurs nú sigur, 113-110, yfir LA Clippers - en áöur hafði liðið spilað sjö leiki í röð án sigurs, sex á útivöllum en einn heima. Eftir þessi úrslit gegn Clippers er Spurs á meðal þeirra félaga sem leika í úrslitakeppninni um meist- aratitilinn er nær dregur vorinu: | • Önnur úrslit í NBA í nótt: NY Nets-Bucks..............83-79 i 76ers-NY Knicks..........115-108 I Bullets-Bulls............106-103 I Jázz-Mavericks...........120-105 Suns-Warriors............118-112 I -JÖG Evrópukeppni meistaraliða: Amor stóðvið lofdrðið - lofaði marki gegn Benfica. Anderlecht úr leik Kristján Bembuig, DV, Belgiu: Arnór Guðjohnsen átti mjög góðan leik í gærkvöldi með Anderlecht gegn portúgalska liðinu Benflca í síð- ari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í knatt- spymu. Anderlecht sigráði Benfica 1-0 og skoraði Arnór Guðjohnsen sigurmark belgíska liðsins eftir vel út- færða aukaspyrnu. Þetta afrek Arnórs nægði þó ekki liði hans til áframhaldandi þátttöku í keppninni. Benfica vann fyrri leikinn, 2-0, og heldur því áfrám með samanlagöa markatölu, 2-1. Arnór skoraöi eina mark leiksins á 64. mínútu með skoti úr auka- spyrnu fyrir utan vítateig Benfica. Markvöröur Benfica hélt ekki knett- inum sem rúllaði inn fyrir marklín- una. Arnór hefði með smáheppni getaö skorað tvö mörk til viðbótar. Til að mynda átti hann mjög góðan skalla sem sleikti stöng. Lofaði marki og stóð við það Fyrir leikinn í gærkvöldi sagði Arnór við blaðamann DV: „Ég lofa marki gegn Benfica. Ég ætla mér að skora. Það kemur ekkert annað til greina.“ Því miður dugði mark hans Anderlecht ekki en vissulega er það nokkur sárabót fyrir hann að hafa skorað. Real Madrid áfram Real Madrid sló Bayern Múnchen út úr Evrópukeppni meistaraliöa í gærkvöldi í síðari leik liðanna en leikið var í Madrid. Real Madrid sigr- aði, 2-0, en Bayern Munchen sigraði í fyrri leiknum, 3-2, og fer því Real Madrid áfram á samanlagðri marka- tölu, 4-3. • Leikurinn í gærkvöldi var jafn framan af en á 25. mínútu fékk Real Madrid aukaspyrnu sem Júgóslav- inn Jankovic framkvæmdi. Skot hans fór af varnarmanni og breytti um stefnu og í markið, 1-0. Real Madrid bætti við öðru marki þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik og skoraði Mitchell eftir frábæra skyndisókn. • í seinni hálfleik bakkaði Real Madrid aftur en Bayern Munchen komst lítt áleiðis gegn sterki vörn heimamanna. Bayern átti þó tvö hættuleg tækifæri. í fyrra skiptið komst Mark Hughes einn inn fyrir vörnina en skot hans fór framhjá. Eder átti síðara færið skömmu síðar en skalla hans var bjargað á mark- línu. Real Madrid virkaði sterkara en spilað hins vegar mjög grófa knattspyrnu. • „Eg hef ekki lagt það í vana minn að tala um einstaka leikmenn en ég get leyft mér að segja að Hugo Sanc- hez er einhver grófasti leikmaöur sem ég hef séð. Við vorum búnir að tapa þessu eftir fyrri leikinn heima í Munchen," sagöi Uli Höness, fram- kvæmdastjóri Bayern Múnchen, eftir leikinn í gærkvöldi. Sjá önnur úrslit annars staðar á síðunni. SHthvað gekk á í Evrópukeppni félagsliða í gærkvöldi: Schuster misnotaði vrti! - og Barcelona féll út. W. Bremen, B. Leverkusen, Bmgge og Espanol í undanúrslit Siguröur Bjömsson, DV, V-Þýskaland: Werder Bremen er komið í undan- úrslit í Evrópukeppni félagsliða, UEFA, en liðið gerði jafntefli við ít- alska liðið Verona, 1-1, sem nægði liðinu að komast áfram. Werder Bremen vann fyrri leikinn á Ítalíu, 0-1, og vann því samanlagt, 2-1. • Werder Bremen sótti stíft frá upphafi til loka leiksins. Bremen skoraði fyrsta mark leiksins á 32. mínútu og var Gunnar Sauer þar að verki með skoti af 30 metra færi - glæsilegt mark og hafnaði knöttur- inn efst í markhorninu. Bremen hélt áfram að sækja en tókst ekki að bæta fleiri mörkum við. • Verona komst aðeins meira inn í leikinn í síðari hálfleik og á 54. mínútu tókst Volpicina að jafna leik- inn, 1-1. Eftir markið færðist mikil harka í leikmenn og þurfti dómari leiksins að sýna ítalanum Di Genn- aro rauða spjaldiö ellefu mínútum fyrir leikslok fyrir gróft brot á Norð- manninum Rune Braseth. Að auki var fimm leikmönnum Verona sýnt gula spjaldið og tveimur frá Bremen. Barcelona-Leverkusen, 0-1 Barcelona varð fyrir miklu áfalli er liöið tapaði fyrir Bayer Leverkusen í UEFA-keppninni. Markalaust jafn- tefli varö í fyrri leik liðanna í Vestur-Þýskalandi og hölluðust flest- ir á að eftirleikurinn yrði spænska liöinu auðveldur. Það var öðrú nær því Bayer Leverkusen mætti mjög ákveðið til leiks og vann sanngjarnan sigur. • Brasilíumaðurinn Tita skoraði eina mark leiksins á 14. mínútu með skoti úr markteig. Barcelona fékk kjörið tækifæri að jafna metin sex mínútum fyrir leikslok en Bernd Schuster skaut framhjá úr víta- spyrnu. Það sem eftir lifði leiksins var púað á Schuster í hvert skipti sem hann kom við knöttinn. • Þess má geta að þetta var tólfti leikur Bayer Leverkusen án taps í Evrópukeppni. Leverkusen er því komiö í undanúrslit keppninnar. Brúgge-Panathinaikos, 1-0 Belgíska liðið Club Brugge er einnig komið í undanúrslit UEFA eftir 1-0 sigur á móti gríska liðinu Panat- hinaikos. Jafntefli varð í fyrri leik í Grikklandi, 2-2. Daninn Kenneth Brylle skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu fyrri hálfleiks. Vitkovice-Espanol, 0-0 Spænska liðið Espanol er fjórða liðið sem tryggði sér sæti í undanúrslitum UEFA með markalausu jafntefli gegn Vutkovice í Tekkóslóvakíu en spán- verjarnir unnu fyrri leikinn, 2-0, á heimavelli. -JKS • Gary Lineker sést hér i baráttu við varnarmann Bayer Leverkusen. Þýska liðið komst áfram og Barcelona varð fyrir enn einu áfallinu. Simamynd Reuter _______________íþróttir Úrslit í Evrópu- keppnum: Evrópukeppni meistaraliða Fyrst eru úrslit, þá hálfleikstölur og loks samanlögð markatala: • Glasgow Rangers-Steaua Buk- arest 2-l(2-l)(2-3). Mörk Ran- gers: Richard Gough (16) og Ally McCoist (30). Mark Steaua: Mar- ius Lacatus (3). Áhorfendur 44 þúsund. • Anderlecht-Benfica l-0(0-0)(l-2). Mark Anderlecht: Arnór Guöjohnsen (64). Áhorf- endur 44 þúsund. • PSV Eindhoven-Bordeaux 0-0(0-OX1-1). PSV áfram á marki á útivelli. Áhorfendur 27 þúsund. • Real Madrid-Baycrn Munc- hen 2-0(2-0X4-3). Mörk Real Madrid: MUan Jankovic (27) og Michel Gonzales (41). Áhorfendur 95 þúsund. Evrópukeppni bikarhafa • Ajax Amsterdam-Young Boys l-0(l-0X2-0). Mark Ajax: Peter Larson (39). ÁhoiTendur 30 þús- und. • Dynamo Minsk-Mechelen 1-K0-1X1-2). Mark Mechelen: EU Ohana (29). Áhorfendur 50 þús- und. • Sporting Lisbon-Atalanta l-l(0-0)(l-3). Mark Sporting: Pet- er Houtman (66). Mark Atalanta: Cantarutti (82). Áhorfendur 55 þúsund. Evrópukeppni félagsliða • Barcelona-Bayer Leverkusen 0-K0-0X0-1). Mark Leverkusen: MUton Tita Queiroz (59). Áhorf- endur 40 þúsund. • Vitkovice-Espanol 0-0(0-0)(0-2). Áhorfendur 20 þús- und. • Club Bmgge-Panathinaikos l-0(l-0)(3-2). Mark Club Bmgge: Kenneth BryUe (43). Áhorfendur 15 þúsund. • Werder Bremen-Verona l-l(l-0)(2-l). Mark Werder Bremen: Sauer (32). Mark Ver- ona: Volpecina (53). Áhorfendur 39 þúsund. Handbolti í gærkvöldi Breiðablik-FH 28-21 (10-8) Mörk UBK: Jón Þórir Jónsson 9, Björn Jónsson 4, Hans Guö- mundsson 4, Andrés Magnússon 3, Aöalsteinn Jónsson 2, Svafar Magnússon 2, Kristján HaUdórs- son 1, Þóröur Davíðsson 1, Guðmundur Hrafnkelsson 1, Ól- afur Bjömsson 1. • Varin skot: Guömundur Hrafnkelsson 22. • Brottrekstur: Alls 4 min. Mörk FH: Guðjón Árnason 8/1, Óskar Ármannsson 5, Pétur Pet- ersen 4, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Héðinn Gilsson 1. • Varin skot: Magnús Árnason 10. Bergsveinn Bergsveinsson 5. • Brottrekstur: Alls 2 min. • Áhorfendur: Um 400. • Dómarar: Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson frá Akur- eyri og skiluðu hlutverki sínu mjög vel að venju. ÍBV-KR19-23 (10-10) Markahæstir hjá KR: Stefán Kristjánsson 7, Konráð Olavsson 5. Mörk ÍBV: Hörður Pálsson 5, Siguröur Friðriksson 4/2, Elías Bjarnhéðinsson 4, Óskar Freyr Brýiijarsson 2, Jóhann Pétursson 1 og Sigurður Vignir Fi'iðriksson 1. Stórsigur Vals Valsmenn áttu ekki í miklum erf- iðleikum með aö komast í undanúrslitin í bikarkeppninni i gærkvöldi eins og reiknað haíði verið meö. Valsmenn gersigmöu Fylki meö 33 mörkum gegn 12.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.