Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. Framkvæmdasjóður fslands Starfskraftur óskast sem fyrst til starfa við bókhalds- og ritarastörf. Verslunarmenntun æskileg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist Framkvæmdasjóði íslands, Rauðarár- stíg 25, 105 Reykjavík. AÐALFUNDUR Verslunarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn í Gafl- inum sunnudaginn 20. mars kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin ER VATNSKASSINN BILAÐUR? Gerum við. Seljum nýja, ameríska, evrópska. BIÍKKSMÍÐJAH Armúla 19, 128 Reykjavík simar: 681877, blikksmiðaverkstæðið 681949, vatnskassaverkstæðið 681996, skrifstofan ATKVÆÐAGREIÐSLA HÍK UM BOÐUN VERKFALLS 13. APRÍL l\IK. fer fram dagana 18. og 21. mars næstkomandi. Kjörgögn hafa verið send trúnaðarmönnum í skólum og sjá þeir um dreifingu til félagsmanna. Ef félagsmenn hafa ekki fengið kjörgögn föstudaginn 18. mars eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við. skrifstofu HÍK í símum (91)31117 eða (91)689565. Kjörstjórn Hins íslenska kennarafélags Dömur og herrar: Nú drífið þið ykkur í leikfimi! Tímar við allra hæfi Ný 5 vikna námskeið hefjast 21. mars Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi, mýkjandi, styrkjandi ásamt megr- andi æfingum. Þarftu að missa 15 kíló? Sértímar, fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem þjást af vöðvabólgum. Karlmenn! Hinir vinsælu herratímar í hádeginu Frábær aðstaða Ljósalampar, nýinn- réttuð gufuböð og sturtur. Kaffi og sjón- varp í heimilislegri setustofu. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. ísiand: StétUaust þjóðfélag eða hvað? „A Ííiíínéí býr Jijcift cy c-;n sifiilte' í>í.'»a »x sfesjocft swa > bávc'g- Mtn ?r )wf! noi Utwi ;>j; þcgoa beEs. Eo er Jwö svo? Vitiuirganjru .reetm c*V:k> fonlsemd- ir tót «t>ir íitajiirettí. «.os.k. ekki i i»ó. aö sógri kveméít’Rdfdtvenna, vffgna þesv aá kanar c-ru yfirleiu igiáar aaiwlyrirvúmur ÍKérafiltim: «.if þv> aé jsi'íR’ «íWo þörf ájfdbitAuB-. tTunoifl tódunoifl «>«> «i»olsfr- ie«a <:íii bikör tvriryiimw'Cókácvld- tnu síííkuro úfcdfýniRvon. En rmmon.’ifl ináb kTria og Kmtra i >amú!«!rÖé8M.’R stóóum «>• þöwJíki sontótwiíróur j^<r sfecðaó- uj- vr mwivinnn hóíM sfÁita or þá ,wuo v«jj«te8ra koicja’ea. ivy,'; steaf :getjö Jaan {ooatjéraHna ekfei á laiwa. Tckíft »»: mié af uísvarl, iícvidáu ’ jób Gö. (■;' :aur;:r;, Rjiftuó vift áfsvarsirreíAi'Jor. frsttftivitenoft Oi fijbfóarhuöa PA Ksuj> Guftiéns li dagaiíw j iíí;íí K; cr oft sjúifiajgö!! ai'Ái bmtfabft r;«\o.r, öíkxi.vrfeir, Jn'KHaiftjsstyriftr og i;vaö iasfa faáfir nú. aitewicm'm, Jianr’.ig »ft smoio «n yaifjj.vj'i Hýki o&vítenwft. Bai«i vörkafWfes>i»s ur í!ii>a vaeai' Um mikinn launamun í landinu hefur oft verið fjallað sl. vikur, m.a. í DV. Hin nýríka stétt í DV 7. mars, á bls. 46, var fjallað um hinn mikla launamun í landinu sem verið hefur til umræðu síðustu vikur. Greinarhöfundur drepur fyrst á það forna viðkvæði að hér á landi búi „ein þjóð og ein stétt“. Telur hann að það megi til sanns vegar færa en „launalega séð virð- ist þó vera um mikla stéttaskipt- ingu að ræða“. Síðan er birt línurit yfir laun nokkurra hæst launuðu forstjóra landsins og borin saman við laun þeirra er minnst bera úr býtum. Forstjórarnir eru þessir: Ragnar Halldórsson, forstjóri álversins, sem fær 473.000 krónur á mánuði, hinn alræmdi SÍSforstjóri, Guðjón B. Ólafsson, og Valur Amþórsson, kaupfélagsstjóri KEA, fá 378.000 kr. og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, fær 357.000 krónur. Þó er kaup þessara manna í raun og vera talsvert hærra vegna ýmissa fríðinda og styrkja. Laun hinna lægst launuðu En greinin segir einnig frá Bjarn- veigu Sigurbjörnsdóttur kaffium- sjónarkonu sem fær eftir níu ára starfsreynslu 34.878 kr. á mánuði og áreiöanlega engin fríðindi. Og loks er sagt frá Klöru Sigurðardótt- ur fiskvinnslukonu sem fær 32.600 kr. í grunnlaun á mánuði, en ef bónusinn er góður nær kaup henn- ar ef til vill 40 þúsundum. Blaðið birtir viðtöl við þessar ágætu verkakonur og svara þær eins og manneskjur. Klara sagði að kaup sitt nægði „engan veginn til að end- ar nái saman". Hún giskaði á að þeir launahæstu í þjóðfélaginu hefðu kannski svona tvö til þrjú hundruð þúsund. Þegar hún heyrði sannleikann varð hún hlessa en sagði þó ekki annað en þetta: „Þessi munur er mjög ósanngjam. Það er kannski eðlilegt að ekki hafi allir sama kaup en svona mikill munur er óeðlilegur." Bjarnveig skúrar eftir vinnudag og tekst þannig að hífa heildarmánaðartekjur sínar upp í 50.000 krónur. Hún sagðist ekki geta ímyndað sér hvað þeir hæst launuðu fengju í launaum- slagið sitt. En þegar hún vissi upphæðina sagði hún aðeins þessi hógværu orð: „Ja, þetta eru ágætistekjur. Mánaðarlaunin eru eins og árstekj- umar mínar þegar best lætur. Þetta er óheyriiega mikill launa- mismunur og mér finnst að það mætti nota eitthvað af þessum háu launum til aðhækka þá lægst laun- uðu. Þaö er engin öfund í mér þó ég segi að mismunurinn sé óréttlát- ur.“ En þar skjátlast hinni vinnu- lúnu verkakonu. Blaðamenn DV töluðu nefnilega hka við þennan Ragnar Halldórsson. Þeir spurðu hvort hann teldi þennan mikla launamismun eðlilegan. Hann svaraði: „Ég hef ekkert um þetta öfundarnagg ykkar snápanna að segja!“ í orðabók Menningarsjóðs er orðiö snápur skýrt þannig: 1 auli, heimskingi. 2 þorpari; alm. lastyrði: bannsettur s., lagasnápur. Hroki hinna ríku Svona svara aðeins miklir menn. Blaðamennska er viðurkennt starf sem er nauðsynlegt í nútímaþjóð- félagi. Blaðamenn em enginn Kjallarinn Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur hálaunahópur a.m.k. í samanburði við forstjóra. Þeir eru að vinna fyr- ir brauði sínu á heiðarlegan hátt þegar þeir spyrja í nafni blaða sinna. Þeir neyða engan til að svara. í þetta sinn voru þeir að spyija spurningar sem brennur á vörum þjóðarinnar: Er hinn gífur- legi launamunur í þjóðfélaginu eðlilegur? Það er mála sannast að hann særir réttlætiskennd hvers einasta sæmilegs manns. Jafnvel Morgunblaðinu blöskrar. Og al- þingismönnum allra flokka. Þess- um fallegu verkakonum, sem DV talaði við og stritað hafa baki brotnu alla ævi svo það hefur jafn- vel skaðað heilsu þeirra fyrir aldur fram, er líka nóg boðið og segja í hógværð og einlægni: „Þessi mun- ur er mjög ósanngjarn." Nú er lægst launaða verkafólkiö skör lægra launalega en blaðamenn nokkm sinni. Séu þeir „snápar" þegar þeir eru að vinna þá em þess- ar orðvöra verkakonur og stéttar- systkini þeirra sennilega pöddur og skriödýr í augum þeirra sem lifa á forstjóralaunum. „Ég hef ekkert um þetta öfundarnagg ykkar snáp- anna að segja." Margan hefur auður apað. Og sannarlega verður kurteisi og tillitsemi ekki keypt fyr- ir peninga. Annars geta fjölmiðlar að mörgu leyti sjálfum sér um kennt yfirgang og frekju þessara nýríku „guðjóna". Þeir hafa komið þeim upp á þetta með dekri og daðri. Fjölmiðlamir eiga ekki svo lítinn þátt í að koma þeirri ímynd inn í hausinn á þeim og í vitund þjóðarinnar að „guðjónarnir" séu „very important persons". Dag eftir dag vaða þeir uppi með dylgjur og skammir í garð hver annars og ég veit ekki hverra, uns þjóðinni verður óglatt við að sjá á þeim smettið. En ekki skortir yfir- borðskurteisi og örgustu hræsnina. „Viö viljum ekki nefna nein nöfn.“ En inni í sér ískra þeir af illsku og hatri. Og þá er æran og samviskan ekkert smáræði,- Hún er svo gríðar- leg að hún rúmast með engu móti á sjónvarpsskerminum. Þar sjást aðeins lithr karlar í ljótum leik. Og þótt þeir státi af auðu sakavott- orði eru þeir ærulaus peð í augum alls þorra þjóðarinnar.' Spilling verkalýðsforystunn- ar Svar þessa „álskalla“ endur- speglar með frumstæðum hætti það ástand sem ríkir með þjóðinni. Það er vaxin upp sannkölluð for- réttindastétt sem í krafti peninga og valda fer sínu fram. Og helstu forkólfarnir skirrast ekki við að sýna alþýðufólki beina lítilsvirð- ingu með þeim hroka sem veit að hann hefur töglin og hagldirnar í þjóðfélaginu. Og hvemig á annað að vera þegar forystumenn verka- lýðsins eru jafnvel einkavinir feitustu burgeisanna? Þiggja m.a. af þeim gjafir og peninga sem líkj- ast ansi mikiö hreinum mútum í augum hrekklausrar alþýðu. Og telja svo alla gagnrýni á störf sín illkvittm og róg vondra manna. Eins og smábörn. Það er ekki hægt að treysta jafnspilltri og úrkynjaðri framvarðasveit til að bera hag hinna verst settu fyrir brjósti! Og úr því að foringjarnir hafa ekki sjálfir manndóm til að draga sig í hlé eiga launþegar að taka af skar- ið og segja: „Hingað og ekki lengra herrar mínir! Nú skuluð þið fara heim og svalla og skemmta ykkur með vinum ykkar og húsbændum en við tökum völdin hér.“ Sem bet- ur fer virðist einmitt þetta vera að gerast. Og hvernig væri í næstu kjarasamningum að vera töff á því og setja nú einu sinni fram sóma- samlegar launakröfur: Svona eins og 473.000 kr. á mánuði! Ef þaö er fullgott í ódannaða forstjóra hlýtur það líka að vera fullgott í siðaða verkamenn. Viö akulum fara að til- lögu Bjarnveigar Sigurbjömsdótt- ur kaffistjóra: „Það mætti nota eitthvað af þessum háu launum til að hækka þá lægst launuðu." Annars er það ekki ætlun min í þessari minni auðmjúku grein að ræða kjaramálin eilífu. Tilgangur minn er aðeins sá að þakka þann hiýhug og þá virðingu sem hæst launuöu menn þjóðarinnar sýna þeim lægst launuðu. Og finnist nú einhveijum fínum hræsnara grein mín á pörtum orö- ljót og dónaleg, jafnvel höggva nærri þeim æram sem munu ein- hverjar þær stærstu á seinni öldum, þá vitna ég aðeins í spak- mæh sálmaskáldsins, hvers heil- ræði og lífsviska er nú lesin yfir hveiju íslensku barni í útvarpinu á fostunni: „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það.“ Sigurður Þór Guðjónsson „Svar þessara ,,álskalla“ endurspeglar með frumstæðum hætti það ástand sem ríkir með þjóðinni. Það er vaxin upp sannkölluð forréttindastétt sem í krafti peninga og valda fer sínu fram.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.