Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Ábyrgðin er kennara Þegar Þjóðverjar hófu síðari heimsstyrjöldina með því að ráðast á Pólverja, sagði Hitler, að það væri Pól- veijum að kenna. Þeir hefðu getað komið í veg fyrir stríð með því að fallast á nokkrar kröfur. Með því að hafna hógværum kröfum bæru þeir ábyrgð á stríðinu. Röksemdafærsla Hitlers hefur æ síðan verið notuð sem kennslubókardæmi um rökleysu eða hundalógík. Sá sem fremur verknað, svo sem að fara í stríð eða í verkfall, ber á verknaðinum fulla ábyrgð og getur ekki kennt hinum aðilanum um, hvernig málum sé komið. Samtök kennara á íslandi beita nú rökleysu Hitlers, þegar þau vísa ábyrgð á fyrirhuguðu verkfalli kennara á hendur fjármálaráðherra, ríkisstjórn eða stjórnvöld- um almennt. Þessi frávísun verkfallsábyrgðar hefur einkennt áróðursherferð kennara að undanförnu. Fundir kennara hafa þessa daga verið að „átelja stjórnvöld harðlega fyrir að etja kennurum enn einu sinni út í verkfallsaðgerðir“. Orðalagið er fengið beint frá Hitler sáluga, sem að eigin sögn lét Pólverja etja sér út í hernaðaraðgerðir og átaldi þá harðlega fyrir. Fólk getur haft deildar skoðanir um, hvort fyrirhugað verkfall sé nauðsynlegt eða ekki og hvort ríkisvaldið hafi með stífm stuðlað að því eða ekki. Það breytir ekki því, að sá sem framkvæmir verkfall, getur ekki með neinum rökum vísað ábyrgðinni á annarra herðar. Fróðlegt er, að kénnarar saka stjórnvöld um að hafa ítrekað att sér út í verkfall. Það vísar til, að kennarar hafa á síðustu árum verið verkfallsfíknasta stétt lands- ins. Margir hópar hafa mátt sæta stífni ríkisins í samningum, en enginn látið etja sér á borð við kennara. Fjármálaráðuneytið semur við marga hópa. Ef einn þessara hópa fer miklu oftar í verkfall en aðrir, er óhjá- kvæmlegt að álykta, að afar líklegt sé, að mikinn hluta orsaka og ábyrgðar ágreiningsins megi finna hjá ein- mitt þessum aðila, sem fer oftar í verkfall en aðrir. Fyrr í vetur þótti kennurum eins menntaskólans í Reykjavík ekki í frásögur færandi, þótt kennsla félli niður í viku vegna erfiðleika á tölvukeyrslu stunda- taflna. Kennarar segja hins vegar óbærilegt, að nemendur missi af leiðsögn, ef orsökin sé ríkisstífni. Satt að segja verða stjórnvöld að gefa sér sem stað- reynd, að skólastarf geti á nokkurra ára fresti fallið niður um nokkurra vikna skeið, af því að kennarar telja sig þurfa meiri laun. Ríkið verður að geta mætt með æðruleysi þessum hversdagslega og endurtekna vanda. Stjórnvöld verða líka að líta á það sem náttúrulög- mál, að kennarar reyni að koma verkföllum sínum þannig fyrir, að þau trufli skólastarf sém mest, svo að þau hafi sem mest kúgunargildi. Ríkið má ekki taka á sig neina ábyrgð af skaðlegum áhrifum truflunarinnar. Þjóðin sekkur ekki í neitt fen fáfræðinnar, þótt nokkr- um sinnum sé gripið til þess ráðs að hleypa nemendum próflaust milh ára. í sumum tilvikum getur það valdið tæknilegum erfiðleikum. Þeir verða þó seint flóknari en önnur vandamál, sem menn eru alltaf að fást við. Ennfremur er hklegt, að ríkisvaldið verði að geta sýnt fram á, að stjórnlítil verkfallafikn leiði ekki til ár- angurs. Þess vegna væri skynsamlegt að gera strax ráð fyrir, að skólastarf liggi niðri frá páskum og fram á haust, svo að menn fái tíma til að kæla sig niður. Meginatriðið er, að ríkið neiti að taka við ábyrgðinni úr höndum kennara og neiti að láta sífellt kúga sig til hlýðni, jafnvel þótt festan kosti nokkuð langt stríð. Jónas Kristjánsson Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sendi mér heldur betur óvandaðar kveðjur í Tíman- um þriðjudaginn 8. mars sl. í blaðinu er verið að fjalla um ný- gerða' samninga VSÍ, VMSÍ og Vinnumálasambandsins, svo og þá útreið sem þessir samningar hafa fengið í atkvæðagreiðslum úti í hinum ýmsu félögum. Þórarinn lætur hafa eftir sér ummæli sem ég hlýt að mótmæla því þau eru röng. Hann segir: „En það sem kemur mér sérstak- lega á óvart í þessu er að þeir menn, sem gera þennan samning, skuli nú fagna því að hann sé felldur. Mér finnst það ótrúleg kokhreysti hjá Karvel Pálmasyni að ganga fram og hælast af því að hans eigið og annarra handaverk sé fótum troðið. Þetta er óskiljanlegt og varla mögulegt að taka slíka menn alvarlega.“ (Tilvitnun lýkur). Þórarinn V. Þórarinsson, framkvstj. VSÍ. - „Þess skal þó getið til að Þórarinn hafi verið að hlusta á fjölmiðlana, einkum þá rikisreknu", seg- ir m.a. í greininni. Framkvæmda- stjóra VSÍ svarað Orð aldrei töluð Það verður að segja það eins og er að það er frumforsenda manna í ábyrgðarstöðu að fara rétt með allar staðreyndir. Staðreyndin er sú að þau orð, sem Þórarinn eignar mér, hafa aldrei verið töluð. Hvað- an hann fær þessar hugmyndir að ég hafi verið að hælast um varð- andi allar þær hremmingar, sem áðurnefndir samningar hafa fengið úti í félögunum, er nánast óskiljan- legt. Þess skal þó getið til, að Þórarinn hafi verið að hlusta á fjölmiölana, einkum þá ríkisreknu. Þar kom nefnilega fram sams konar túlkun á ummælum mínum - og þá túlkun hefur Þórarinn tekið upp sem sína, án þes að kynna sér alla málavöxtu. Nú skal ég leiða Þórarin í allan sannleikann svo að hann geti í þessu tilviki haft þaö sem sannara reynist því ég þekki hann ekki að öðru. Á fundi í sameinuðu þingi 7. mars sl. var á dagskrá tillaga til þingsá- lyktunar um launabætur. Tillaga þessi er flutt af fimm þingmönnum Borgaraflokksins. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir var með framsögu fyrir þessari tillögu og mæltist henni vel að vanda því hún var að tala þarna fyrir máli sem hún gjör- þekkir. Tillagan hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjómina að undirbúa nú þegar frumvarp um hækkun persónuaf- sláttar við álagningu tekjuskatts upp í 19.360 krónur á mánuði. Jafn- framt verði teknar upp launabæt- ur, þannig að ónýttur persónuaf- sláttur verði greiddur úr ríkissjóði til launþega." Hugmyndin að baki þessari til- lögu er auðvitaö sú að löggjafinn beinlínis komi hér inn í myndina og rétti hlut þeirra lægst launuðu í landinu. Flutningsmaður, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, hefur langa reynslu að baki varðandi samningamál fyrir launþega og hún gerði sér ljóst að verkalýðs- hreyfmgin sem slík hefur ekki nægjanlegt aíl til þess að standa vörð um hagsmuni þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Slík- ur er ofurþungi Vinnuveitenda- sambandsins að jafnharðan og kröfur um bætt laun þeirra sem minnst hafa ná fram að ganga þá em þau tekin aftur stuttu seinna. Kjallariim Karvel Pálmason alþingismaður Almenn óánægja, ýmsar or- sakir Um þessa tillögu urðu nokkrar umræður í þinginu og tók ég þátt í þeim. Málflutningurinn snerist fljótt upp í almennar hugleiðingar um launamál og það ófremdar- ástand sem nú er upp komið í þjóðfélaginu. Mér er það alveg ljóst að mikill órói, ólga og óánægja hefur verið á meöal hins almenna launamanns nú um nokkuð langan tíma. Þar eiga ekki aðeins hlut að máli þeir samningar sem gerðir voru í Garðastrætinu. Hér kemur margt annað tU, eins og matarskatturinn, skattkerfisbreytingin, orkuverð úti á landsbyggðinni, bifreiðatrygging- ar, landbúnaðarmálin og síöast en ekki síst öll umfjöllun um launa- mál forstjórannna í landinu, þar sem launataxtarnir hljóða upp á mörg hundruð þúsund yfir mánuð- inn. Svona mætti lengi telja upp þau atriði, sem gera þaö að verkum að launþegar eru að lýsa yfir óánægju sinni með gang mála í þjóðfélaginu. Þetta var megininnlegg ræðu minnar í umræðunum um áður- greinda tillögu. Ég taldi að þessi tillaga og umræðan væri allrar virðingar verð. Þó svo aö ég teldi mig ekki vera í stakk búinn að kveða á um það hvort hér væri um varanlega lausn að ræða. Hvergi lýst ánægju Ég taldi það einnig að það hefði verið skynsamlegt af Verkamanna- sambandinu að ýta sameiginlega úr vör í upphafi og heija sameigin- lega samninga. Samningar tókust - en ég var ávallt meðvitaður um að þarna var teflt á tæpasta vað hvað varðaði niðurstöðurnar. Þó svo að við sem þarna skrifuðum undir gerðum okkur þetta ljóst, aöstæð- umar slíkar að ef meira ætti að nást fram þá heíöi það kostað alls- herjar átök. Verkfóll blöstu við. Hér var því ekki um annað að ræða en að láta fólkið út í félögunum kveða upp sinn dóm. Það eru ekki forystumennirnir sem ráða endan- lega ferðinni heldur hinn almenni launþegi. Hann hefur síðasta orðið og þannig á það að vera í lýðræðis- þjóðfélagi. Ég lýsti því yfir í umræðunum að ég teldi þetta fyrirkomulag, þ.e. lýðræðið innan hinna einstöku fé- laga, vera út af fyrir sig ánægjulegt. Þ.e. að fólkið í félögunum skyldi endanlega láta skoðun sína í ljós. Ég talaði hvergi um það að ég heföi lýst ánægju minni yfir því áð samn- ingar nú heföu verið felldir, einungis lét ég þau orð falla að hin lýðræðislega uppbygging innan verkalýðshreyfingarinnar væri af hinu góða - endanleg úrslit mála væru hjá launamanninum sjálfum en ekki forustumönnunum. Þjóð- félag okkar er þannig uppbyggt. Valdið er í höndum fólksins og þeir sem kjörnir eru af því eru í þjón- ustu þess. Ég hef nú rakið í stórum dráttum alla málavexti sem urðu þess vald- andi að Þórarinn V. Þórarinsson hafði ekki rétt eftir mér. Von mín er sú að hann hafi í heiðri þær leik- reglur: að sannleikurinn sé ávallt sagna bestur. Karvel Pálmason „Valdið er í höndum fólksins og þeir sem kjörnir eru af því eru 1 þjónustu þess.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.