Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. LífsstHl Heimatilbúin kransakaka - átján hæða með sælgætismolum - Fermingarveislur með margvíslegu sniði Margar útfærslur eru á formi kransaköku. Hægt er aö búa til horn, skip eða hús. Hefðbundin útfærsla er hins vegar pýramídinn og þannig köku ætlum við að gera hér. Þetta er skemmtileg vinna og engin ástæða til að örvænta og fæl- ast verkið. Þetta er auðvelt en krefst töluverðrar þohnmæði. Kransakaka 1 kg kransakökumassi (marsipan- massi) 500 g strásykur 5 eggjahvítur Innan í mótin: smjör og sigtuð tví- bökumylsna. Verklýsing: 1. Skerið marsipanmassann niður og setjið, ásamt sykrinum og eggja- hvítunum, í þykkbotna pott á eldavél. 2. Kreistið saman með hendi og lát- ið volgna lítillega. Þetta á að verða að samfelldum massa. Ef hitinn er of mikill er hætta á að sykurinn hlaupi í kekki. 3. Massinn tekinn úr pottinum og kældur í u.þ.b. tvær klukkustund- Marsipanmassinn er skorinn niður • Marsipanmassi, sykur og eggja- hvítur sett saman í pott og látið volgna. Kreist vel með höndum. ir. Það er betra að sprauta massan- um þegar hann er orðinn kaldur. 4. Ef við notum kransakökumót smyrjum við þau með smjöri og stráum fíngerðri, sigtaðri brauð- mylsnu innan í þau. Ef við notum bökunarpappír í staöinn fyrir form teiknum við hringina á röngu pappírsins, smyrjum hann og stráum á hann tvíbökumylsnu. 5. Deigið sett í sprautupoka og sprautaö í formin eða á plötuna. Túðan fremst á pokanum á að vera rúmlega 1 cm í þvermál. Ef ekki er notaður sprautupoki er deigið hnoðað í lengjur. Matur Stærsti hringurinn á átján hringja köku er 18,5 cm í þvermál (utanmál) en sá minnsti er 5,5 cm í þvermál. Ef kakan á 'að vera stærri eru neðstu hringimir stækkaðir. Deigið í þessari upp- skrift er nægjanlegt í stærri köku. Ef bakaðir eru átján hringir er nægjanlegt deig eftir í litlar smá- kökur sem hægt er aö skreyta með litlum kirsubeijabitum. Síðan eru það „eyrun“ á kökunni. Þau þarf að sníða og baka. 6. Hringimir eru bakaðir við 150-170 gr. C í u.þ.b. 20-30 mínútur. Eftir að hringimir hafa verið bak- aðir er ágætt að frysta þá. Við ‘frystinguna verða þeir aðeins seig- ir og finnst flestum þeir betri þannig. í glassúrinn eru notuð 150 g flór- sykur, 1 eggjahvíta og nokkrir sítrónudropar eða edik. Þessu er Hringirnir bakaðir og tilbúnir til samsetningar. hrært saman þar til það er seigt. Látið í sprautupoka (eða kramar- hús með örmjóu gati) með mjög oddmjórri sprautu. Síðan er sprautað upp og niður í boga, fyrst á neðsta hringinn. Sprautað er framan á hringinn og aðeins ofan á hann og þegar næsti hringur er lagður ofan á festist hann við glass- úripn. Síðan koll af kolli. Þá er komið að frekari skreyt- ingu. Skreytt er með sælgætismol- um, femingarbami á toppinn og ef til vill marsipanblómum. Skrautið er fest með bræddum sykri og þá er best að dýfa konfekt- inu ofan í sykurinn (þeim fleti sem festast á við kökuna) og smella því, varlega þó, á kökuna. Einnig eru „eyrun“ fest við kökuna með bræddum sykri. Það er rétt að taka fram að þegar „eyrun“ eru sniðin eða mótuð verður að gera tvö, eitt af hvorri stærö í spegilmynd, svo að útkoman verði rétt þegar eymn em fest á kökuna. Hráefnið (kransakökumassi, egg og sykur) kostar um 550-600 krón- ur og kílódós af konfekti kostar 700-800 kr. Vinnutíminn er nokkuð langur, 4-5 klukkustundir, og auk þess þarf að hafa nokkra þolinmæði með í handraðanum. Aðaltíminn fer í að setja kransakökuna saman og skreyta hana svo nauðsynlegt er að hafa tímann fyrir sér svo allt lendi ekki í handaskolum. Að því slepptu er þetta skemmtileg handa- vinna í rólegheitum. Síðan er kakan stolt hvers bakarameistara, hvert sem tilefnið er. Kransakökumót fást víða í bús- áhaldaverslunum og kosta á bihnu 1300-1400 krónur. Tilbúinn kransakaka úr bakaríi, fyrir 40 manns, kostar á bihnu 4500-5500 krónur. -JJ Byrjað er að skreyta neðsta hring- inn og síðan koll af kolli i Fermingarundirbúningurinn mið- ast ekki síst við veisluna. Þá kemur margt til greina - í ákvörðun um hvemig hún eigi að vera. Sumir velja kaífiboð og aðrir matarboð. Sumir kaupa aht thbúið en aðrir vilja gera aht sjálfir. Til að gefa fólki einhveijar hugmyndir um það hvernig best sé að snúa sér í þessu máh tókum við th athugunar hina ýmsu möguleika. Fyrst athuguðum við hvað kostar að kaupa mat tilbúinn fyrir kvöldverð- arboð. Kannað var verð hjá ýmsum fyrirtækjum sem selja mat í veislur. Ekki var gerð nein athugun á gæðum eða frágangi né verið að leggja mat á hvert fyrir sig. Öh fyrirtækin ganga frá kalda boröinu tilbúnu og skreyttu á fötum. Matstofa Miðfells: Hlaðborð með einum heitum rétti, kr. 1150 pr/mann. Koníaksgrafinn nautavöðvi Kjúklinga- og humarpaté Marineraður hörpufiskur Lúða í kryddjurta-crémefraisches- ósu Rækjur í rhode-islandsósu Kræklingur og túnfiskur Roastbeef Reyktur grísavöðvi Appelsínusteikt önd Lax með dillrækjum Salat og sósur sem tilheyra. Heiti rétturinn: Innbakað lambalæri m/rauðvínssósu Borðbúnaður er lánaður meðan birgðir endast. Veislueldhúsið Skútan Hlaðborð með einum heitum rétti, kr. 1200 pr/mann. Roastbeef Kjúklingar Skinka Rækjur Lax/laxapaté Salat og sósur sem tilheyra. Heiti rétturinn: Innbakað lambalæri m/rauðvínssósu Veislumiðstöð Árbæjar Kalt borð, kr. 1240 pr/mann. Kjúklingar Hamborgarlæri Roastbeef Skinkurúhur Hangikjöt Lambasteik Fyhtur kaldur lax 3 tegundir af shd Salat og sósur sem thheyra. Árberg Boðið er urp á 5 kjötrétti sem valdir eru úr 11, kr. 1070 pr/mann. Roastbeef Kjúklingar Hangikjöt Lambasteik Nýtt svínakjöt Skinka Hamborgarhryggur Innbakað lambalæri Londonlamb Nautatunga Heiti rétturinn: Pottréttur Graflax eða nýr lax Rækjur og lúða í hlaupi Salat og sósur sem tilheyra. Brauðbær Hlaðborð með köldum og heitum réttum, kr. 1720 pr/mann. Sjávarréttir í hlaupi Graílax Paté Hamborgarhryggur Heiti rétturinn: Lambapottréttur m/villibráðarsósu Innbakaðar nautalundir Salat og sósur sem tilheyra. Borðbúnaður innifalinn og aðstoðar- maður, sem tekur borðbúnaðinn th baka óhreinan. Veitingamaðurinn Kalt borð, kr. 1050 pr/mann. Roastbeef Kjúklingar Nýtt svínakjöt Reykt svínakjöt Hangikjöt Graflax Rækjur Salat og sósur sem tilheyra. Fermingin er hátíðleg stund. Veitingahöllin Kalt borð með einum heitum rétti, kr. 1395 pr/mann. Graílax Skelfisksalat Sjávarréttir í hvítvínshlaupi Roastbeef Bayonneskinka Kjúkhngar Heiti rétturinn: Lambapottréttur Thheyrandi salöt og sósur. Matborðið Kalt borð með einum heitum rétti, kr. 1150 pr/maiin. Roastbeef Kjúklingar Reykt grísalæri Graflax Sveitapaté eða stroganoff-pottréttur Salöt og sósur. Veislumiðstöðin Kalt borð, kr. 1150 pr/mann. Roastbeef Kjúklingar Léttreykt hangikjöt Léttreykt svínalæri Blandaðir sjávarréttir í hvitvíns- hlaupi Graflax eða heilsoðinn lax Salöt og sósur Boröbúnaður lánaður og innifahnn í verði. Gafl-inn Gaflinn býður upp á tvo möguleika í hlaðborðum, kalt borð og kabarett- borð. Kabarettborð kr. 1250 pr/mann Roastbeef Hamborgarhryggur Hangikjöt Kjúklingar Sjávarréttir í hlaupi Síldarréttir Thheyrandi sósur og salöt. Kalt borð, kr. 1410 pr. mann Roastbeef. Hamborgarhryggur Hangikjöt Kjúklingar Svínasteik 3 shdarréttir Graflax Sjávarréttir í hlaupi Salöt og sósur Einnig býður Gafl-inn upp á heitan mat. Innbakað lambalæri, kr. 950 pr/ mann , Hamborgarhryggur, kr. 1080 pr/ mann Forréttur, kr. 360 pr/mann Vinna aðstoðarmanns er innifalin í verðinu. Pottréttaborð frá Gaflinum, kr. 830 pr/mann. Kjúklingapottréttur Nautakjötspottréttur Svína/lambakjötspottréttur Af þessari upptalningu má sjá að úrvahð af aðkeyptum mat th ferm- ingarveislunnar er nóg og í öllum verðflokkum. Þaö er hins vegar val hvers og eins hve miklu hann vih kosta th veislunnar og hvað pyngjan leyfir. Heildarverð á aðkeyptri mat- arveislu fyrir 40 manns er á bhinu 40-70 þúsund krónur, eingöngu fyrir matinn, og þá á eftir að reikna með drykkjarfóngmn, kaffi og kransa- köku. -JJ ; ^ HÚSGÖGN í barna- og unglingaherbergið tunocAoo l Jón Loftsson hf. KORT Hringbraut 121 Sími 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.