Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. 9 Utlönd Bandarískir hermenn sendir til Honduras að ráðist hefði verið yfir landamæri Honduras. í fulltrúadeild Bandaríkjaþings urðu harðar umræður um þetta mál og Robert Dornan, þingmaður repú- blikana frá Kaliforníu, lýsti ábyrgö á hendur þinginu vegna þessara at- burða og sagöi að fijálslyndir þingmenn, hliðhollir kommúnistum, hefðu framið glæp gagnvart kontra- skæruliðum og lýöræði er þeir skáru á aðstoð til kontraskæruliðanna fyrr í vetur. Jim Wright, forseta fulltrúa- deildarinnar, sem er demókrati, fannst erfitt að hlusta á Dornan og lét slökkva á hátalarakerfi þingsins. Wright sagðist ekki trúa því að sandinistar hefðu ráðist inn í Hond- uras og ef fregnir af slíku væru réttar þá hlytu þetta að vera mistök, þeir hefðu villst inn fyrir landamærin. Eftir því sem leið á daginn urðu fréttir af atburðum í Honduras skýr- ari. Ljóst var að að minnsta kosti fimmtán hundruð til tvö þúsund her- menn sandinista voru komnir yfir landamærin og fjögur þúsund í við- bót voru í viðbragðsstöðu við landa- mærin. Sandinistar notuðu sovéskar þyrlur til að gera árásir á birgða- stöðvar kontraskæruliðanna sem eru um fimmtán mílur innan landa- mæra Honduras. Undir kvöld barst síðan formleg beiðni frá Azcona, forseta Honduras, til Reagans Bandaríkjaforseta um að er töluverð hætta á að bandarískir hermenn blandist beint eða óbeint inn í átökin. Það er kaldhæðnislegt að helstu rök demókrata fyrir því að skcra á aðstoð til handa kontraskæruliðun- um fyrr í vetur voru þau aö ef slik aöstoð héldi áfram myndi hún leiða til þess fyrr eða síðar að bandarískir hermenn yrðu sendir til að beijast við sandinista. Reagan forseti hélt þvi hins vegar fram að eina leiðin til að komast hjá ofríki kommúnista og íhlutun Bandaríkjanna væri að styðja kontraskæruliðana með ráð- um og dáð. Það kom enda á daginn í gær að ýmsir þingmenn demókrata voru vandræðalegir vegna þessara síðustu atburða samanber það aö Jim Wright telur aö tvö þúsund sandinistar hafi villst inn í Hondur- as. Það er auðsjáanlegt að með þessari árásarhrinu hyggst Daniel Ortega veita kontraskærúliðunum slíka skráveifu að þeir verði ekki í neinni aðstöðu til að setja fram neinar kröf- ur í þeim samningaviöræðum sem hefjast eiga á mánudag. Láti sandinistar ekki af árásum sínum getur farið svo að Reagan sjái ekki annan kost en að beita þvi bandaríska herliði sem er í Honduras til bjargar kontraskæruliðunum. Þá yrði auðmýking Bandaríkjaþings al- gjör. Ólafur Amarsan, DV, New York Reagan Bandaríkjaforseti ákvað seint í gærkvöldi að beiðni Azcona, forseta Honduras, aö senda þijú þús- und og fimm hundruð bandaríska hermenn tafarlaust til Honduras vegna innrásar hermanna frá Nic- aragua inn í landið. Mikil spenna ríkti í Washington í gær og strax í gærmorgun barst út orðrómur um að bandarískir her- menn yrðu sendir til Honduras vegna fregna um að hermenn úr sveitum sandinista hefðu farið yfir landamærin til að ráðast á búðir nær birgðalausra kontraskæruliða. Spennan magnaðist eftir því sem leið á daginn. Daniel Ortega, forseti Nicaragua, viðurkenndi að sveitir sandinista hefðu ráðist á sveitir kontraskæruliða en neitaði með öllu Hermenn sandinista í Nicaragua nálægt landamærum Honduras. Banda- rikjaforseti hefur nú ákveðið að senda bandaríska hermenn til Honduras vegna árásar sandinista á bækistöðvar kontraskæruliða þar I landi. Simamynd Reuter Bandaríkin sendu aðstoð vegna inn- rásar Nicaragua inn í Honduras. Það var síðan laust eftir klukkan tíu í gærkvöldi að tilkynnt var í Hvíta húsinu að þrjú þýsund og fimm hundruð bandarískir hermenn, eða Hermaður frá Nicaragua skýtur sprengjuvörpu á kontraskæruliða. Simamynd Reuter fiórar herdeildir, yrðu sendir tafar- laust til Honduras. Þeim er ekki ætlað aö taka þátt í neinum bardög- um og verða í herstöð um hundrað og tuttugu milur frá landamærun- um. Það er hins vegar ijóst að ef sandinistar draga sig ekki til baka Er ferming í nánd? Þá átt þú erindi í Radíóbæ Sérstakt fermingartilboð Þetta er sko tæki í lagi, útvarp með LB-MB-SW og FM stereo. 35 W magn- ari, tvöfalt kassettutæki með öllu og geislaspilari. Lausir 3 Way hátalarar. Tilboðsverð 25.980 staðgr. Þetta verð slær allt út. CP-550 útvarp með LB-MB-SW og FM stereo, magnari 60 W, 5 banda tónjafnari, tvöf- alt segulband með „High Speed Dubbing“ metal og CR02 plötuspilari, hálfsjálfvirkur, og hátalarar. Tenging fyrir geislaspilara. Verð kr. 29.635, “ staðgr. AIWA® erbetra VILDARK/ÖR ViSA Í5URÖ KREPIT D i • i Kaaio j r Armúla 38 Símar 31133 og 83177 Sendum í póstkröfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.