Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 5
imm FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988.' Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðusambands Norðuriands: __________5 Atvinnumál Þeir vilja samflot sem aldrei hafa sýnt samstöðu Gylfi Kiistjánsson, DV, Aknreyii: „Mér finnst það koma úr hörðustu átt að Jóp Kjartansson í Vestmanna- eyjum skuli vera að gagnrýna það að við viljum semja heima í héraði,“ sagði Þóra Hjaltadóttir, formaður Alþýðusambands Noröurlands, í samtah við DV vegna ummæla Jóns Kjartanssonar, verkalýðsformanns í Vestmannaeyjum í sjónvarpi í fyrra- kvöld. Þar gagnrýndi Jón það að verka- lýðshréyfingin hefði ekki samflot í viðræðum sinum við atvinnurekend- ur en hver kysi að semja fyrir sig á heimaslóðum. Fór ekki á milii mála að gagnrýni Jóns var beint að Al- þýðusambandi Noröurlands og Alþýðusambandi Austurlands. „Mér finnst ástæöulaust að sitja undir þessari gagnrýni Jóns þegj- andi,“ sagði Þóra Hjaltadóttir. „Þeir sem gagnrýna það að yið viljum semja heima viröast ekki gera sér grein fyrir því fyrir hveija við erum að semja. í tvö síðustu skipti a.m.k., sem heildarsamflot hefur verið haft hjá verkalýðshreyfmgunni, hefur Jón Kjartansson gengið út áður en til undirskriftar kom. Það er því ekki fýsilegur kostur að mínu mati að vera í samfloti með honum í barátt- unni núna. Það er auðvitað alvarlegur hlutur þegar þeir sem ekki hafa sýnt sam- stöðu eru að heimta samflot. Jóni væri sjálfsagt nær að reyna að ná samfloti með Verkakvennaféiaginu Snót í Vestmannaeyjum en að vera að berjast einn á báti og gagnrýna okkur hin sem viljum semja á okkar heimaslóðum fyrir umbjóðendur okkar," sagði Þóra. m* mi TECHNICS X-800 HÁÞRÓUÐ HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJAR- STÝRINGU Hann leynir sér ekki glæsileikinn þegar TECHNICS eiga í hlut. En útlitið eitt segir ekki nema hálfa söguna, það er innihaldið, endingin og hljómgæðin .sem skipta öllu máli, þá koma yfirburðir TECHNICS hljómtækjanna í ljós. Það er engin tilviljun að TECHNICS eru mestu hljómtækjaframleiðendur heims, þeim árangri nær aðeins sá sem getur boðið upp á framúrskar- andi vöru í öllum verðflokkum. Takið ekki óþarfa áhættu, þið eruð örugg með tækin frá TECHNICS. Verð 39.860,- Stgr. 37.870,- Með fjarstýrðum geislaspilara Verð 58.810,- Stgr. 55.850,- FRAMTÍÐAREIGN Á GÓÐU VERÐI. JAPISS BRAUTARH0LT2 • KRINGLAN • SiMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.