Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. 11 Utlönd Almennt er taliö að Reagan forseti náði John Poindexter og Oliver North, fyrrum aðstoðarmenn sína. Ákæra var gefin út gegn þeim og tveimur öðrum í gær og þeir meðal annars sakaðir um samsæri gegn Bandaríkjunum. Símamynd Reuter Pomdexter og North ákærðir liðin frá því að Terry Anderson var numinn á brott í Beirút. Reagan Bandaríkjaforseti sagði að- spurður í gær að hann vissi ekki til þess að neinn þeirra sem ákærðir voru hefðu ætlað sér að fremja neinn glæp gegn Bandaríkjunum. Almennt er búist við að Reagan náði þá North og Poindexter og ef til vill fleiri en óvíst er tahð aö það verði fyrr en eftir forsetakosningarnar í nóveniber næstkomandi. Ólafur Amaison, DV, New York; Ákæra var í gær gefin út gegn fjór- um aðalmönnunum í íran-kontra- málinu. Það voru þeir OUver North, John Poindexter, Richard Secord og Albert Hakim sem voru ákærðir. Þeir eiga yfir höfði sér margra ára- tuga fangelsi og háar fjársektir ef þeir verða sekir fundnir um helstu ákæruatriði. Þeir eru sakaðir um samsæri gegn Bandaríkjunum, þjófnað á eigum Bandaríkjastjórnar og margt fleira. OUver North sagði í gær að hann væri saklaus af öllum ákæruatriðum og að það væri kaldhæðnislegt- að þessi ákæra væri gefin út sama dag og sandínistar gerðu tilraun til að veita kontraskæruUðunum náðar- höggið. North sagðist hafa bent á hættuna sem fylgdi því að skera á aðstoð handa kontraskæruliðunum við yfírheyrslur síðastUðið sumar og að orð hans hefðu nú komið á dag- inn. Benti North ennfremur á að þessa ákæru bæri upp á sama dag og þess væri minnst að þijú ár væru Verslanir voru rændar eftir að kveikt hafði verið í þeim i óeirðunum í Panama í gær. Simamynd Reuter Uppreisnartil- raun barin niður Manuel Antonio Noriega, yfir- manni hersins í Panama, tókst í gær að berja niður tilraun til bylt- ingar í landinu sem hann segir að gerö hafi verið að undirlagi Banda- ríkjamanna. Mikill órói er þó enn í landinu, efnahagslíf þess er í rústum og höfuðborgin lömuð vegna mikiUa mótmælaaðgerða stjórnarand- stæöinga þar. Til átaka kom í gær í aðalstöðv- um hersins þar sem hópur Uðs- foringja reyndi að taka völdin í sínar hendur. Að sögn talsmanna stjórnvalda í Panama voru þetta liðsforingjar sem þjálfaðir höfðu verið í Bandaríkjunum. Sérfræðingar um málefni Pan- ama segja aö Noriega geti enn treyst á stuðning um sextán þús- und manna herUðs og erfitt sé að greina hvort fleiri aðilar innan hersins hyggi áaðgerðir gegn hon- um. Utanríkisráðherr- amir leysi hnútinn Samningaviðræður Afgana og Pa- kistana, sem miða að því að finna leiðir til friðar í Afganistan og brott- flutnings sovéskra hermanna þar, virðast nú algerlega komnar í strand og teija margir að utanríkisráðherr- ar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna séu einu aðilamir sem hugsanlega gætu leyst þann hnút. Sfjórnvöld í Sovétríkjunum hafa lýst því yfir að brottflutningur þeirra 115 þúsund hermanna, sem talið er að þau hafi í Afganistan, geti ekki hafist fyrr en tveim mánuðum eftir að friðarsamkomulag verður undir- ritað. Ekkert hefur hins vegar miöað í samkomulagsátt í viðræðum þeim sem hófust þann 2. mars í Genf. Stærstu deiluefnin þar eru myndun bráðabirgðastjórnar í Afganistan og stöðvun hernaðaraðstoðar Sovét- manna við her Afganistan. Viðurkenndi innrásina Ólafur Amarson, DV, New York; Alejandro Bendana, utanríkisráð- herra Nicaragua, og Elliot Abra- hams, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, áttust við í beinni útsendingu á ABC-sjónvarpsstöðinni um miðnætti í nótt. Bendana sagðist í upphafi ekki vita til þess að sveitir sandínista hefðu ráðist inn fyrir landamæri Honduras og vildi sem minnst gera úr þessari atlögu gegn kontraskæruliðunum. Síðar í þættinum sagði hann að sandínistar ætluðu sér að hrekja kontraskæruliðana út úr Honduras. Stjórnandi þáttarins spurði hvort honum hefði orðið á mismæli en Bendana ítrekaði orð sín og sagði að sandínistar vildu fá alla kontra- skæruliðana í sérstakar búðir í Nicaragua þar sem vopn þeirra yrðu tekin af þeim og þeir lagáðir að þjóð- háttum í Nicaragua. Orðaskak Bendana og Abrahams varð allhörkulegt og gengu ásakanir um lygar og óheilindi á báða bóga. Meö orðum sínum viðurkenndi Bendana hins vegar að þrátt fyrir ailar yfirlýsingar Daniels Ortega um hið gagnstæða þá hefðu sandínistar að yfirlögðu ráði ráðist inn í Hondur- as til að elta uppi þá kontraskæruliöa sem þar eru. SKIÐAFATNAÐUR ÚTSALA! 20% - 50% AFSLÁTTUR S af öllum SKÍÐA- FATNAÐI SPORiSVVEAR - óöýrarl á íslandi SPORTUF VID EIÐISTORG - SÍMI 61131J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.