Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1988, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1988. 3 Fréttir Efnahagslegt öngþveiti í kjölfar hærri kaupkrafna Kaupkröfur hafa aukist, eftir aö samningar Vinnuveitendasambands og Verkamannasambands voru víð- ast hvar'felldir. Hærri kaupkröfur kunna aö verða knúnar fram meö verkfóllum eöa hótunum um verk- fbll. Efnahagsástandiö var slæmt fyrir, þótt aöeins væri miðað viö kjarabæturnar i samningi VSÍ og VMSÍ. Nú stefnir í miklu meiri verð- bólgu, halla á viöskiptum viö útlönd og þar af leiðandi gengislækkun, en áður var taliö. Það stefnir i efnahags- legt öngþveiti. Kaupmáttur launa og tekna hafði vaxið mikiö síðustu ár. í ár telja sérfræðingar ekki grundvöll fyrir aukningu kaupmáttar almennt. Þjóðartekjur leyfi það ekki. En þvert á móti reyna margir hópar nú að komast mun lengra með kröfum. Þótt reynt yrði að hækka hjá ákveön- um hópum eingöngu, sýnir reynslan að gera má ráð fyrir, að kauphækk- anir fari upp allan skalann, til dæmis vegna launaskriðs. Þetta segja þeir hagfræðingar, sem DV ræddi viö um stöðu efnahagsmála eftir síðustu at- burði í kjaramálum. Stjórnin hefst ekki að Ríkjandi skoðun í ríkisstjórninni er, að ríkisstjórnin skuli fylgjast með en ekkert aðhafast í bili. Menn telja, að láta eigi samningana í friði. í verkalýðshreyfmgunni skortir for- ystu. En ráðherrar bíða þess, að einhver mynd sjáist í samningunum. Gott var með þessum samningamönnum. En nú hefur harðnað. Hætt er við, að umframhækkanir leiði til vandræða í efnahagsmálunum. Ráðherrar óttast þó, að þetta endi með ósköpum. Lausung og los muni ríkja. Þá muni sú verða niðurstaðan, kannski eftir verkföll, að kauphækk- anir verði langt umfram getu. Slíkar hækkanir kæmu bara fram í verð- bólguskriðu. Þær kæmu fram í enn meiri viðskiptahalla en við var búist. Gengið yrði enn fellt. Hjá slíku yrði ekki komist. Miðað við samning VSÍ og VMSÍ taldi Þjóðhagsstofnun, að komast mætti af með 16 prósent veröbólgu í ár. Viðskiptahallinn yrði tíu og hálf- ur milljarður. Ríkisstjórnin taldi sig við þær aðstæður geta gefið fyrirheit um, að gengið yrði ekki fellt til ára- móta meira en orðið var. En þetta breytist nú. Miðað við kaupkröfur stefnir nú í 25-30 prósent verðbólg Miðað viö, að samið verði um hækk- anir verulega umfram samning Vinnuveitendasambands og Verka- mannasambands gæti stefnt í 15 milljarða viðskiptahalla í ár. Þá segja hagfræðingar, sem DV ræddi við, að gengi krónunnar standist alls ekki. Flestir mundu telja, að gengið yrði- fellt, yrði viðskiptahallinn 10 millj- arðar eða svo. halda genginu uppi, þegar slík skuldasöfnun yrði. En hvað þá um 15 milljarða viðskiptahalla? Varla mun frnnast sá hagfræðingur, sem teldi, að við ættum að búa við slíkan Fréttaljós Haukur Helgason viðskiptahalla, svo mikla eyðslu um efni fram og skuldasöfnun erlendis. Hærri kaupkröfur stefna því að efna- hagslegu öngþveiti, gengisfellingu og óðaverðbólgu, þegar gætt er, að við getum ekki aukið framleiðsluna sem neinu nemur á skömmum tíma. Nýtt verðbólguskeið Líkur eru mestar á, að við lendum að nýju í tíma mikillar verðbólgu og viðskiptahalla. Ríkisstjórnin er í vanda og virðist ekki fá rönd við reist. Þó má búast við, að framsókn- armenn verði harðari en aörir stjórnarliðar í kröfum um aðgerðir, þegar fram í sækirr. Ríkisstjórnin hlýtur að tapa fylgi í efnahagslegu öngþveiti. Henni mun verða um kennt. Reynsla fyrri ríkis- stjórna sýnir, að þær græddu fylgi á aðgerðum en töpuðu mestu á að- gerðaleysi. -HH Ek 1 1H Pað fer alarei a Þegar þú sækir um Gullreikning hjá Búnaðarbankanum á€tu kost á því að fá af þér á tékkaeyðublöðin. Kosturinn er augljós. Öryggið í tékkaviðskiptum margfai Þú þarft aðeins að skila inn nýrri passamynd af þér þegar þú sækir um GuUreikning tækifærið til þess að fræðast úm alla hina kosti reikningsins. Fáðu þéf Gullreikning og á milli mála hver þú ert. BIJNAÐARBANKI ÍSLANDS Frumkvæði - Traust

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.